Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. febrúar 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola á að einbeita sér að fótboltanum
Pep Guardiola, stjóri City.
Pep Guardiola, stjóri City.
Mynd: Getty Images
Manchester City tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta er fyrsti leikur City eftir að UEFA dæmdi félagið í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni.

Framkvæmdastjóri Manchester City fullyrti í dag að ásakanirnar séu rangar en dómnum hefur verið áfrýjað.

Stjórn Manchester City telur að Pep Guardiola eigi ekki að tjá sig um þetta mál.

„Augljóslega hefur hann verið látinn vita af öllu ferlinu en þetta er ekki mál sem hann á að tjá sig um," segir framkvæmdastjórinn Ferran Soriano.

„Hann á að einbeita sér að fótboltanum, hann einbeitir sér að næsta leik og leikmönnunum. Leikmennirnir eru rólegir og einbeittir. Þetta mál snýr meira að viðskiptum og lögræði en fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner