Alfons Sampsted, leikmaður Twente í Hollandi og Willum Þór Willumsson, leikmaður Go Ahead Eagles, mætast í dag í hollensku úrvalsdeildinni.
Leikmennirnir tveir eru æskuvinir en í dag verður fyrsti leikurinn sem þeir tveir spila á móti hvor öðrum. Þeir eru uppaldnir hjá Breiðablik þar sem þeir spiluðu saman upp yngri flokkanna.
Alfons og Willum voru teknir í skemmtilegt spjall hjá sjónvarpsstöðinni RTV Oost en þar fóru þeir um víðan völl með fréttamanninum.
Þeir ræddu um hvernig þeir hafa þekkst síðan þeir voru þriggja ára gamlir og þá töluðu þeir um liðin sín tvö, leikinn í dag og fleira.
Leikurinn í dag hefst klukkan hálf tvö en Twente er í fimmta sæti deildarinnar á meðan Go Ahead Eagles er í því þrettánda.
Athugasemdir