Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   mán 19. febrúar 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Everton og Palace mætast í fjórða sinn á tímabilinu
Mynd: EPA
Það er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Everton tekur á móti Crystal Palace í fallbaráttuslag.

Everton er í fallsæti sem stendur, einu stigi frá öruggu sæti í deildinni, á meðan Crystal Palace er fimm stigum fyrir ofan Everton.

Það er því mikið í húfi í kvöld þar sem lærisveinar Sean Dyche reyna að rífa sig upp úr fallsæti. Everton væri þó ekki í fallsæti ef ekki fyrir tíu refsistig sem félagið hlaut fyrir brot á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar.

Þetta er fjórða viðureign Everton og Crystal Palace á tímabilinu eftir að liðin mættust í FA bikarnum og þurftu að endurspila leikinn útaf jafntefli. Everton vann hinar tvær viðureignirnar með mjóum mun.

Leikur kvöldsins:
20:00 Everton - Crystal Palace
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner
banner