Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Við veltum fyrir okkur líklegum byrjunarliðum í upphafi móts. Fylki er spáð sjöunda sætinu í sumar en hér má sjá líklegt byrjunarlið Fylkismanna,.
Ólafur Íshólm Ólafsson hefur verið eini markvörður Fylkis í vetur en félagið leitar nú logandi ljósi að öðrum markverði áður en tímabilið hefst. Ólafur hefur verið eini markvörður Fylkis í vetur eftir að Bjarni Þórður Halldórsson fór í Aftureldingu.
Andri Þór Jónsson er líklegur í hægri bakvörðinn en Andri Þór Jónsson gerir líka tilkall. Tonci Radovnikovic og Ásgeir Eyþórsson standa vaktina áfram saman í hjarta varnarinnar líkt og í fyrra og í vinstri bakverði verður Tómas Joð Þorsteinsson væntanlega. Daði Ólafsson hefur einnig verið að spreyta sig í þeirri stöðu í vetur.
Á miðjunni er Ásgeir Börkur Ásgeirsson á sínum stað og reikna má með að hinn fjölhæfi Andrés Már Jóhannesson verði við hlið hans þar. Fremstur á miðjunni verður síðan Jose Enrique Seoane Vergara, Sito, sem kom frá ÍBV síðastliðið haust. Oddur Ingi Guðmundsson bankar á dyrnar á miðjunni sem og Emil Ásmundsson og Styrmir Erlendsson. Hinn ungi Axel Andri Antonsson gæti einnig fengið mínútur.
Albert Brynjar Ingason hefur verið mikið meiddur í vetur en hann hefur verið að koma til undanfarnar vikur og mun leiða sóknarlínu Fylki. Garðar Jóhannsson er spilandi aðstoðarþjálfari og hann hefur spilað talsvert mikið á undirbúningstímabilinu. Ragnar Bragi Sveinsson var frábær á undirbúningstímabilinu og hann byrjar líkt og Víðir Þorvarðarson sem kom frá ÍBV síðastliðið haust. Ingimundur Níels Óskarsson gerir líka sterkt tilkall í liðið.
Athugasemdir