Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 19. apríl 2016 14:15
Magnús Már Einarsson
Lykilmaðurinn: Sérstakur leikur fyrir mig gegn ÍBV
Sito - Fylkir
Sito kom til Fylkis frá ÍBV.
Sito kom til Fylkis frá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Ég held að við munum eiga gott tímabil og enda ofar en sjöunda sæti. Við erum með marga möguleika í liðinu og góða breidd. Við þurfum að taka einn leik fyrir í einu og passa upp á að ná stöðugleika," segir Jose Enrique Seoane Vergara, Sito, leikmaður Fylkis en liðinu er spáð 7. sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

„Markmið mitt er að ná að enda eins ofarlegt og hægt er og vonandi náum við einu af Evrópusætunum."

Sito kom til Fylki frá ÍBV síðastliðið haust en Árbæjarliðið var sektað fyrir að ræða við leikmanninn áður en 16. október rann upp, daginn sem löglegt er að hefja viðræður við leikmenn.

„Ég skrifaði undir hjá Fylki 18. október, sem er þremur dögum eftir að löglegt er fyrir leikmenn að skrifa undir. Þetta gerðist mjög fljótt og ég tók mína ákvörðun tveimur dögum eftir að ég talaði við stjórnina og þjálfarann," sagði Sito sem bíður spenntur eftir að mæta ÍBV.

„Það verður sérstakur leikur fyrir mig þegar við mætum ÍBV því að það var fyrsta liðið mitt á Íslandi. Þetta verður líka sérstakt fyrir Víði sem spilaði áður með ÍBV og fyrir þjálfarann (Hermann Hreiðarsson)."

Sito segist vera mjög ánægður í Árbænum og á Íslandi. „Fylkir er frábært félag og þetta er eins og fjölskylda. Allir styðja og hjálpa hvor öðrum. Mér hefur verið tekið eins og ég hafi verið hér í mörg tímabil og það er mjög gott."

„Ég elska lífið á Íslandi því að það er svipað og á Spáni þar sem ég ólst upp. Fólkið er mjög vingjarnlegt og þér líður eins og þú sért hluti af fjölskyldu þess. Þess vegna ákvað ég að koma aftur og spila annað tímabil á Íslandi. Þess vegna líður mér vel hér,"
sagði Sito sem er ánægður með gæðin í Pepsi-deildinni.

„Fótboltinn á Íslandi er erfiður, bæði út af veðuraðstæðum og út af gæði leikmanna í deildinni. Fótboltinn er vaxandi eins og sést á árangri landsliðsins. Það eru miklir hæfileikar í deildinni hér," sagði Sito.
Athugasemdir
banner