Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 19. júní 2024 21:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Radic skoraði tvö og fékk svo rautt spjald
Lengjudeildin
Dominik Radic
Dominik Radic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grótta 2 - 3 Njarðvík
0-1 Kenneth Hogg ('51 )
1-1 Arnar Daníel Aðalsteinsson ('53 )
1-2 Dominik Radic ('55 )
1-3 Dominik Radic ('72 )
2-3 Slavi Miroslavov Kosov ('90 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Dominik Radic, Njarðvík ('86) Lestu um leikinn


Það var markalaust í hálfleik þegar Grótta fékk Njarðvík í heimsókn en þrjú mörk komu á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik.

Njarðvík var með 2-1 forystu en Dominik Radic kom Njarðvík tveimur mörkum yfir með sínu öðru marki þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Hann fékk síðan að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Einum manni fleiri tókst Grótta að klóra í bakkann þegar boltinn fór af varnarmanni Njarðvíkinga og í netið en það kom of seint og sigur Njarðvíkur staðreynd.

Njarðvík er á toppnum með tveggja stiga forystu á Fjölni sem á leik til góða gegn ÍR á morgun. Grótta er í 5. sæti með 10 stig.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner