Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. ágúst 2022 13:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ákvörðun sem Bayern taldi að þyrfti að taka og Karólína líka"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvær breytingar eru á kvennalandsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni HM frá EM sem fram fór í síðasta mánuði. Hallbera Guðný Gísladóttir lagði skóna á hilluna eftir mótið og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sagði frá því á fréttamannafundi í dag að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir glímir við meiðsli aftan í læri.

Arna Sif Ásgrímsdóttir og Hlín Eiríksdóttir koma inn í hópinn. Steini horfir á Elísu Viðarsdóttur sem kost í vinstri bakvörðinn ásamt Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur.

„Karólína er meidd, er núna að fara í endurhæfingu og að vinna í sínum meiðslum hjá Bayern Munchen. Þessi meiðsli hafa raunverulega verið að plaga hana í eitt ár og það hefur ekki tekist að vinna með þetta með því að láta hana æfa á fullu áfram og spila áfram. Það var tekin ákvörðun í síðustu viku að gera þetta ítarlegra og stoppa það að hún spilaði fótbolta á fullu á meðan hún væri í þessari vinnu."

„Þetta eru lærameiðsli, aftan í læri. Þetta var ákvörðun sem Bayern Munchen taldi að þyrfti að taka og Karólína líka."


Er einhver endurkomutími á Karólínu?

„Það er svolítil óvissa með þetta, ekki eitthvað nákvæmt sem þeir ætla að vinna eftir en eins og staðan er núna þá er sex vikna plan. Eftir það verður staðan tekin," sagði Steini.

Það fækkaði því um einn leikmann sem horft er í sem miðjumenn í landsliðinu, Hlín Eiríksdóttir er meiri kantmaður. Steini sagði frá því á fundinum að hann horfði einnig á Amöndu Andradóttur sem kost á miðjuna.
Athugasemdir
banner
banner