Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 19. september 2022 12:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís lék tæpan hálftíma en það var meira en nóg fyrir hana
Sveindís tekur mynd með aðdáanda.
Sveindís tekur mynd með aðdáanda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir fer vel af stað á nýju tímabili með hinu ógnarsterka liði Wolfsburg í Þýskalandi.

Hún byrjaði á bekknum gegn SGS Essen en átti rosalega innkomu og lagði upp mark.

Hún átti það steka innkomu að hún er í liði helgarinnar hjá Elfen Magazin sem fjallar alfarið um úrvalsdeild kvenna í Þýskalandi. Sveindís er þar í liðinu ásamt tveimur liðsfélögum sínum; þýsku landsliðskonunni Alexöndru Popp og Ewu Pajor sem gerði tvö mörk í leiknum.

Þessi tæplega hálftími sem Sveindís spilaði var nóg til að skila henni í lið 1. umferðar.

Sveindís er núna á sínu öðru tímabili með Wolfsburg sem vann bæði þýsku deildina og þýska bikarinn á síðustu leiktíð. Það verður gaman að sjá hana halda áfram að þróa sinn leik.

Sjá einnig:
Hvað þarf Sveindís að gera til þess að verða best í heimi?


Athugasemdir
banner