Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 21. apríl
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
sunnudagur 17. september
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 18. apríl
Sambandsdeild 8-liða
Fiorentina 2 - 0 Plzen
Fenerbahce 3 - 3 Olympiakos
Lille 5 - 5 Aston Villa
PAOK 0 - 2 Club Brugge
Evrópudeild 8-liða
Roma 2 - 1 Milan
Atalanta 0 - 1 Liverpool
West Ham 1 - 1 Leverkusen
Marseille 5 - 2 Benfica
Vináttulandsleikur
Ekkert mark hefur verið skorað
Hungary U-16 1 - 3 Norway U-16
Cyprus U-16 0 - 2 Montenegro U-16
þri 06.sep 2022 14:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Hvað þarf Sveindís að gera til þess að verða best í heimi?

Þegar nöfn leikmanna íslenska landsliðsins voru lesin upp á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld, þá var einn leikmaður sem virtist uppskera aðeins meiri fagnaðarlæti hjá áhorfendum en aðrir.

Sá leikmaður var Sveindís Jane Jónsdóttir.

Sveindís er gríðarlega vinsæl hjá íslensku þjóðinni, og þá sérstaklega hjá ungu kynslóðinni. Það er ekki langt síðan hún var að spila suður með sjó í Keflavík en hún er búin að vinna sig upp stigann hratt og var á síðustu leiktíð byrjunarliðsleikmaður í sterkasta félagsliði Þýskalands, Wolfsburg.

Hún vann tvöfalt á sínu fyrsta tímabili hjá Wolfsburg eftir að hafa fengið góðan skóla hjá Elísabetu Gunnarsdóttur í Kristianstad í Svíþjóð. Sveindís lék þá vel í Meistaradeildinni, var meðal annars í byrjunarliði Wolfsburg gegn Barcelona og fór hún illa með Arsenal þar áður.

Sveindís er gríðarlega öflugur leikmaður og hefur alla burði til þess að verða einn allra besti leikmaður í heimi, ef ekki bara sú besta.



Það er örugglega ekki bara fólk á Íslandi sem hugsar þannig, en hún er bara 21 árs og það eru enn hlutir í hennar leik sem hún getur unnið í og bætt. Það er skiljanlegt í ljósi þess hve ung hún er og hversu mikla reynslu hún á enn eftir að öðlast.

Það er alltaf spennandi að horfa á hana spila fótbolta og það er eftirtektarvert hversu mikið hún hefur bætt sig á síðustu árum. Þegar horft er á leiki hennar undanfarið ár þá er varla annað hægt en að hugsa til þess að hún geti orðið bara sú besta í heiminum, hún hefur eiginleikana til þess. En til þess að það gerist, þá er nokkuð sem hún getur bætt í sínum leik.



Ákvarðanatakan á síðasta þriðjungi
Sveindís er líklega fljótasta fótboltakona í heimi. Mælingar staðfesta þann grun þar sem hún var bæði fljótasti leikmaður Evrópumótsins í sumar og Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíðar.

„Þetta er eitthvað sem er meðfætt. Ég er heppin að fá þennan eiginleika og get vonandi nýtt mér þetta sem mest á vellinum," sagði Sveindís í samtali við Fótbolta.net á dögunum er hún var spurð út í hraða sinn.

Bakverðir hræðast það eflaust að fá Sveindísi á sig, það er líklega fátt leiðinlegra en það í ljósi hraðans sem hún býr yfir.



Sveindís nær mjög oft að búa til góðar stöður fyrir sig með hraðanum en það sem verður henni stundum að falli er ákvarðanatakan á síðasta þriðjungi.

Í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi var Sveindís með 25 knattrök (e. dribbles) sem er gríðarlega mikið, en af þeim voru 15 heppnuð sem er einnig gríðarlega mikill fjöldi. Hún var með sjö hlaup fram á við (e. progressive runs) og átti 14 snertingar inn í teig sem er einnig gífurlega mikið. Hún var með tvær stoðsendingar í leiknum en miðað við þær stöður sem voru að skapast þá hefði hún getað lagt upp og mögulega skorað mun fleiri í þessum tiltekna leik.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi.


Ingibjörg á geggjaða sendingu út á Sveindísi sem er mikið pláss. Hún tekur frábærlega á móti boltanum og sýnir góða tækni (eitthvað sem hún hefur bætt). Hún tekur boltann með sér og vinnur í þessu mikla svæði sem hún er með.

En hún er of lengi að taka ákvörðun og í staðinn fyrir að senda hann út í teiginn þá tekur hún skot í þröngri stöðu. Skotið fer í hliðarnetið. Hún hefði getað sent boltann eða fundið sér betri skotvinkil.

Hérna er svo annað dæmi.


Kemur sér í góða stöðu en horfir ekki nægilega vel og sendir boltann beint í lúkurnar á markverði Hvíta-Rússlands. Hefði getað sent út í teiginn á Berglindi sem var búin að búa sér til ágætis pláss. Einnig var Sara Björk í ágætri stöðu.

Í markinu sem hún leggur upp á frænku sína, Dagný Brynjarsdóttur, þá gerir hún mjög vel. Sýnir mjög góða tækni og finnur svo hárrétta sendingu.



Ef teknir eru leikir á Evrópumótinu, undankeppni HM og undankeppni EM með íslenska landsliðinu þá er hún með 6,81 í xA eða mögulegar stoðsendingar en er bara með fimm stoðsendingar.

Hún er með fimm mörk og fimm stoðsendingar á 1277 mínútum í þessum keppnisleikjum með landsliðinu frá 2020. Hún er með xG upp á 4,83 í þessum leikjum, en hefur tekið 34 skot og er því að skora úr um það bil sjöunda hverju skoti eða með 14,71 prósent skothittni - ef svo má að orði komast. Hún er oft að taka skot úr erfiðum stöðum sem eru ekki líkleg til árangurs.


Í leiknum gegn Ítalíu á EM. Sveindís er með boltann inn á teignum og er með Berglindi opna inn á teignum. Karólína er einnig að koma í seinni bylgjunni.

Hún rekur boltann áfram og kemur sér í gríðarlega þrönga stöðu þar sem hún lætur vaða í hliðarnetið. Mjög þröngt færi sem var aldrei líklegt til árangurs. Svona getur gert þjálfara gráhærða.

Hún er með um sex snertingar í teignum að meðaltali í hverjum leik og það ætti að geta skilað henni fleiri mörkum og stoðsendingum, eða allavega stöðum til að skora og leggja meira upp.



Sendingar, að koma boltanum frá sér á réttum tíma
Sendingartölfræði Sveindísar er þá ekki alveg nægilega góð. Í keppnisleikjum með landsliðinu er hún með 22,06 sendingar að meðaltali í leik. Þar af eru 58,1 prósent heppnaðar.

Þetta er klárlega ábótavant hjá Sveindísi og hjá landsliðinu í heild sinni.

En hjá Wolfsburg hefur þetta ekki verið nægilega gott heldur. Þar var hún með 18,5 sendingar að meðaltali í leik og 54,4 prósent heppnaðar. Liðið í heild sinni var með 80,7 prósent heppnaðar sendingar í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.



Það sem maður hefur tekið eftir er að það kemur nokkuð oft fyrir hjá henni að hún er svolítið lengi að hugsa og að finna rétta möguleikann. Hún þarf að sjá völlinn aðeins betur, fá betri yfirsýn á hlutina.


Úr leiknum gegn Hvíta-Rússlandi. Gunnhildur býður upp á góðan möguleika og mikið svæði en Sveindís ákveður að taka boltann sjálf, rekja boltann áfram.

Sveindís gerir reyndar vel að draga manninn í sig og þarna hefði verið gott að fá sendinguna á Gunnhildi sem er alein í teignum. En Svendís heldur áfram.

Hún nær að koma sér inn á teiginn en þetta er búið að taka of langan tíma og Hvít-Rússar koma sendingunni - sem kemur að lokum - frá markinu.

Sveindís er öflug í að rekja boltann en það er líka góður eiginleiki að skila boltanum frá sér á réttum tíma. Þá geturðu oft búið til alveg frábæra stöðu til að gera eitthvað mjög gott eins og sést í tilfellinu fyrir ofan.



Einangrið hana á stóru svæði
Til þess að Sveindís nýtist sem best þá er líklega best að einangra hana með bakverði andstæðingsins á stóru svæði. Engum bakverði líður vel í þeirri stöðu gegn henni.


Úr leiknum gegn Belgíu á EM. Sveindís fær boltann á miðjum vellinum. Hún nær aðeins að slíta sér frá bakverðinum til að fá boltann og keyrir svo upp á völlinn á stóru svæði með bakvörðinn í eftirdraginu.

Hún nær svo að slútta áður en hún er komin í of þrönga stöðu. Hún er óheppin að skora ekki.

Þetta eru þær stöður sem hún er best í, og hún er frábær kostur þegar liðið er að sækja hratt.

Lið geta ráðið gegn þessu með því að tvöfalda eða þrefalda á hana, en ef það gerist þá ætti alltaf að geta skapast stöður eða pláss fyrir aðra leikmenn.

Hraðinn hennar er gríðarlegt vopn en hún þarf að nýta hann sem best, finna rétta stöðurnar og réttu tilvikin til að setja allt í botn. Hún hefur ekki endalausa orku til þess að nýta þann mikla hraða sem hún býr yfir.



Það væri gaman að sjá hana taka oftar hlaupið inn fyrir vörnina, sérstaklega gegn hárri blokk. Það er vopn sem íslenska liðið gæti nýtt betur. Sveindís þarf ekki alltaf að lúra við endalínuna og fá boltann í fætur - eins og hún gerir oft.


Úr æfingaleiknum gegn Póllandi fyrir EM. Sara Björk á langa og hnitmiðaða sendingu upp völlinn sem lendir í góðu svæði á bak við vörnina.

Sveindís er miklu fljótari en allir varnarmenn Pólverja og nær boltanum. Hún er í dauðafæri og skorar næstum því.

Ef tölfræðin um sendingar (e. through passes) á bak við varnarlínuna er skoðuð hjá nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins á EM þá voru þær svona.

Sendingar á bak við vörnina á EM (e. through passes):
Glódís Perla Viggósdóttir - 2 (0 heppnaðar)
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 2 (0 heppnaðar)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - 0
Dagný Brynjarsdóttir - 0
Guðrún Arnardóttir - 0
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - 0
Sara Björk Gunnarsdóttir - 0

Klárlega eitthvað sem er hægt að nýta betur - þetta svæði milli varnar og markvarðar. Mögulega er hægt að gera það í dag þar sem Hollendingar munu eflaust koma mjög framarlega á okkur á ákveðnum tímapunktum. Það er hægt að nýta hraða Sveindísar enn betur.



Getur orðið best í heimi
„Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi. Það er markmiðið mitt," sagði Sveindís þegar hún fór frá Breiðabliki til Wolfsburg fyrir tæplega tveimur árum síðan. Það er klárlega hægt að segja að það sé raunhæft markmið.

Hún er með hugarfar sem hefur komið henni langt og mun koma henni lengra.

„Nei, eiginlega ekki. Mér finnst ég alltaf geta gert betur. Ég er ánægð með verðlaunin en við vildum vinna og því er ég ekki ánægð með niðurstöðuna," sagði Sveindís eftir fyrsta leikinn á EM þegar hún var spurð hvort hún hefði verið ánægð með frammistöðu sína í leiknum. Hún var valin maður leiksins í þeim leik.

Það eru hlutir í hennar leik sem hún getur bætt, en það mun koma með tímanum.

Hún er búin að spila í Meistaradeild Evrópu og á Evrópumótinu, en næsta skref er að kynna sig fyrir öllum heiminum. Í kvöld getur hún hjálpað Íslandi að komast á HM í fyrsta sinn er við mætum Hollandi í hreinum úrslitaleik. Gæði Sveindísar geta gert gæfumuninn fyrir íslenska liðið þar sem hún kemur til með að ógna með hraða sínum og krafti.



Greinin er unnin út frá gögnum og myndum frá WyScout.
Athugasemdir
banner