Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 19. október 2024 17:18
Sölvi Haraldsson
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt. Sagan fyrir leikinn að koma hingað í roki og rigningu. Við megum ekki gleyma rætum okkur. Við byrjuðum sem ungir strákar og stelpur að spila leikinn. Ekki væla yfir veðri ekki væla yfir neinu. Þetta eru forréttindi. Svona er sálin í íþróttum. Svo var leikurinn frábær. Skagamenn áttu hrós skilið fyrir að halda sér í leiknum. Við vorum frábærir frá fyrstu mínútu.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir dramatískan 4-3 sigur á ÍA í dag. 


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  4 Víkingur R.

Þetta var allur tilfinningarússíbaninn fyrir Arnar og Víkinga.

Það gerðist bara allt í þessum leik sem hægt er að gerast í fótbolta. Bæði lið gátu fengið víti og aukaspyrnur hingað og þangað ekki dæmt. Það er fegurðin við íslenskan fótbolta þess háttar að bilin á milli liðanna minnkar því ytri aðstæður gera það að verkum. Það verður úr því allsherjar skemmtun. Svo er grasið blautt og þungt. Þetta var gamaldagsleikur með tæklingum og læti.“ 

Arnar segir að þetta hafi minnt hann á KR leikinn árið 2021 í næst seinustu umferð þegar Víkingar tóku stórt skref að landa fyrsta Íslandsmeistaratitilinum undir stjórn Arnars á dramatískan hátt.

Já það gerði það. Svo sannarlega. Við ætlum bara að sinna okkar verkefnum í dag og við gerðum það. Ef úrslitin verða þannig (í Breiðablik-Stjarnan) að við verðum Íslandsmeistarar í kvöld þá er það bara frábært. Við allavegana gerðum okkar og sýndum áfram að við erum ekki sáttir.“

Var eitthvað meira sætt að hafa unnið svona á þessum velli og í þessum bæ fyrir Arnar?

Ég er alinn upp að tvennu. Fyrst er ég alinn upp á að vinna. Svo er ég alinn upp á því að ef Skaginn er ekki að vinna, þegar ég og fleiri erum að spila, það lið sem ætlar að vinna titilinn þarf að koma hingað og ná í úrslit. Það er helvíti sterkt og ég trúi því ennþá að lið sem á séns að vinna titilinn þurfi að koma hingað og ná í úrslit.

Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hvíla menn í Evrópuleiknum á fimmtudaginn fyrir úrslitaleikinn gegn Blikum næstu helgi.

Nei við getum það ekki. Við þurfum að virða Evrópukeppnina, það verður spilað af fullum krafti í henni. Það verður þreyta en adrenalínið mun sjá til þess á sunnudaginn að þreytan hverfur fljótlega.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner