West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
   lau 19. október 2024 17:18
Sölvi Haraldsson
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt. Sagan fyrir leikinn að koma hingað í roki og rigningu. Við megum ekki gleyma rætum okkur. Við byrjuðum sem ungir strákar og stelpur að spila leikinn. Ekki væla yfir veðri ekki væla yfir neinu. Þetta eru forréttindi. Svona er sálin í íþróttum. Svo var leikurinn frábær. Skagamenn áttu hrós skilið fyrir að halda sér í leiknum. Við vorum frábærir frá fyrstu mínútu.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir dramatískan 4-3 sigur á ÍA í dag. 


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  4 Víkingur R.

Þetta var allur tilfinningarússíbaninn fyrir Arnar og Víkinga.

Það gerðist bara allt í þessum leik sem hægt er að gerast í fótbolta. Bæði lið gátu fengið víti og aukaspyrnur hingað og þangað ekki dæmt. Það er fegurðin við íslenskan fótbolta þess háttar að bilin á milli liðanna minnkar því ytri aðstæður gera það að verkum. Það verður úr því allsherjar skemmtun. Svo er grasið blautt og þungt. Þetta var gamaldagsleikur með tæklingum og læti.“ 

Arnar segir að þetta hafi minnt hann á KR leikinn árið 2021 í næst seinustu umferð þegar Víkingar tóku stórt skref að landa fyrsta Íslandsmeistaratitilinum undir stjórn Arnars á dramatískan hátt.

Já það gerði það. Svo sannarlega. Við ætlum bara að sinna okkar verkefnum í dag og við gerðum það. Ef úrslitin verða þannig (í Breiðablik-Stjarnan) að við verðum Íslandsmeistarar í kvöld þá er það bara frábært. Við allavegana gerðum okkar og sýndum áfram að við erum ekki sáttir.“

Var eitthvað meira sætt að hafa unnið svona á þessum velli og í þessum bæ fyrir Arnar?

Ég er alinn upp að tvennu. Fyrst er ég alinn upp á að vinna. Svo er ég alinn upp á því að ef Skaginn er ekki að vinna, þegar ég og fleiri erum að spila, það lið sem ætlar að vinna titilinn þarf að koma hingað og ná í úrslit. Það er helvíti sterkt og ég trúi því ennþá að lið sem á séns að vinna titilinn þurfi að koma hingað og ná í úrslit.

Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hvíla menn í Evrópuleiknum á fimmtudaginn fyrir úrslitaleikinn gegn Blikum næstu helgi.

Nei við getum það ekki. Við þurfum að virða Evrópukeppnina, það verður spilað af fullum krafti í henni. Það verður þreyta en adrenalínið mun sjá til þess á sunnudaginn að þreytan hverfur fljótlega.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner