Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   lau 19. október 2024 17:18
Sölvi Haraldsson
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt. Sagan fyrir leikinn að koma hingað í roki og rigningu. Við megum ekki gleyma rætum okkur. Við byrjuðum sem ungir strákar og stelpur að spila leikinn. Ekki væla yfir veðri ekki væla yfir neinu. Þetta eru forréttindi. Svona er sálin í íþróttum. Svo var leikurinn frábær. Skagamenn áttu hrós skilið fyrir að halda sér í leiknum. Við vorum frábærir frá fyrstu mínútu.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir dramatískan 4-3 sigur á ÍA í dag. 


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  4 Víkingur R.

Þetta var allur tilfinningarússíbaninn fyrir Arnar og Víkinga.

Það gerðist bara allt í þessum leik sem hægt er að gerast í fótbolta. Bæði lið gátu fengið víti og aukaspyrnur hingað og þangað ekki dæmt. Það er fegurðin við íslenskan fótbolta þess háttar að bilin á milli liðanna minnkar því ytri aðstæður gera það að verkum. Það verður úr því allsherjar skemmtun. Svo er grasið blautt og þungt. Þetta var gamaldagsleikur með tæklingum og læti.“ 

Arnar segir að þetta hafi minnt hann á KR leikinn árið 2021 í næst seinustu umferð þegar Víkingar tóku stórt skref að landa fyrsta Íslandsmeistaratitilinum undir stjórn Arnars á dramatískan hátt.

Já það gerði það. Svo sannarlega. Við ætlum bara að sinna okkar verkefnum í dag og við gerðum það. Ef úrslitin verða þannig (í Breiðablik-Stjarnan) að við verðum Íslandsmeistarar í kvöld þá er það bara frábært. Við allavegana gerðum okkar og sýndum áfram að við erum ekki sáttir.“

Var eitthvað meira sætt að hafa unnið svona á þessum velli og í þessum bæ fyrir Arnar?

Ég er alinn upp að tvennu. Fyrst er ég alinn upp á að vinna. Svo er ég alinn upp á því að ef Skaginn er ekki að vinna, þegar ég og fleiri erum að spila, það lið sem ætlar að vinna titilinn þarf að koma hingað og ná í úrslit. Það er helvíti sterkt og ég trúi því ennþá að lið sem á séns að vinna titilinn þurfi að koma hingað og ná í úrslit.

Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hvíla menn í Evrópuleiknum á fimmtudaginn fyrir úrslitaleikinn gegn Blikum næstu helgi.

Nei við getum það ekki. Við þurfum að virða Evrópukeppnina, það verður spilað af fullum krafti í henni. Það verður þreyta en adrenalínið mun sjá til þess á sunnudaginn að þreytan hverfur fljótlega.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner