Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
   lau 19. október 2024 17:18
Sölvi Haraldsson
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt. Sagan fyrir leikinn að koma hingað í roki og rigningu. Við megum ekki gleyma rætum okkur. Við byrjuðum sem ungir strákar og stelpur að spila leikinn. Ekki væla yfir veðri ekki væla yfir neinu. Þetta eru forréttindi. Svona er sálin í íþróttum. Svo var leikurinn frábær. Skagamenn áttu hrós skilið fyrir að halda sér í leiknum. Við vorum frábærir frá fyrstu mínútu.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir dramatískan 4-3 sigur á ÍA í dag. 


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  4 Víkingur R.

Þetta var allur tilfinningarússíbaninn fyrir Arnar og Víkinga.

Það gerðist bara allt í þessum leik sem hægt er að gerast í fótbolta. Bæði lið gátu fengið víti og aukaspyrnur hingað og þangað ekki dæmt. Það er fegurðin við íslenskan fótbolta þess háttar að bilin á milli liðanna minnkar því ytri aðstæður gera það að verkum. Það verður úr því allsherjar skemmtun. Svo er grasið blautt og þungt. Þetta var gamaldagsleikur með tæklingum og læti.“ 

Arnar segir að þetta hafi minnt hann á KR leikinn árið 2021 í næst seinustu umferð þegar Víkingar tóku stórt skref að landa fyrsta Íslandsmeistaratitilinum undir stjórn Arnars á dramatískan hátt.

Já það gerði það. Svo sannarlega. Við ætlum bara að sinna okkar verkefnum í dag og við gerðum það. Ef úrslitin verða þannig (í Breiðablik-Stjarnan) að við verðum Íslandsmeistarar í kvöld þá er það bara frábært. Við allavegana gerðum okkar og sýndum áfram að við erum ekki sáttir.“

Var eitthvað meira sætt að hafa unnið svona á þessum velli og í þessum bæ fyrir Arnar?

Ég er alinn upp að tvennu. Fyrst er ég alinn upp á að vinna. Svo er ég alinn upp á því að ef Skaginn er ekki að vinna, þegar ég og fleiri erum að spila, það lið sem ætlar að vinna titilinn þarf að koma hingað og ná í úrslit. Það er helvíti sterkt og ég trúi því ennþá að lið sem á séns að vinna titilinn þurfi að koma hingað og ná í úrslit.

Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hvíla menn í Evrópuleiknum á fimmtudaginn fyrir úrslitaleikinn gegn Blikum næstu helgi.

Nei við getum það ekki. Við þurfum að virða Evrópukeppnina, það verður spilað af fullum krafti í henni. Það verður þreyta en adrenalínið mun sjá til þess á sunnudaginn að þreytan hverfur fljótlega.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner