Miklar vangaveltur eru uppi um hvort landsleikurinn gegn Wales á morgun verði mögulega síðasti leikur Íslands undir stjórn Age Hareide.
Fótbolti.net spurði Hareide út í hans framtíð og hvort hann teldi líklegt að þetta yrði hans síðasti leikur?
Fótbolti.net spurði Hareide út í hans framtíð og hvort hann teldi líklegt að þetta yrði hans síðasti leikur?
„Ég hef ekkert rætt það ef ég á að segja eins og er. Samningurinn rennur út 30. nóvember og þegar þar að kemur verður kannski komin niðurstaða. Það er ekki hægt að hugsa um þetta og einbeita sér að leiknum. Þegar það kemur að lokum samningsins þá tökum við á því," sagði Hareide.
Hávær orðrómur er um að Hareide muni hætta sem þjálfari Íslands og eru þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson helst orðaðir við stöðuna.
Þarf að finna eitthvað til að tala um í Podcöstum
Á fréttamannafundi Íslands í dag var Jóhann Berg Guðmundsson einnig spurðir út í umræðuna um framtíð Hareide og hvort hún hefði einhver áhrif inn í leikmannahópinn?
„Þetta hefur engin áhrif. Er þetta ekki aðallega í podcöstum? Auðvitað þurfa þeir að finna eitthvað til að tala um. Við treystum Age til að díla við þetta og þetta truflar okkur ekkert. Við einbeitum okkur að leiknum á morgun, höfum æft vel og ég tel okkur vera í frábæru standi til að ná í 2. sætið," svaraði Jóhann Berg.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Wales | 6 | 3 | 3 | 0 | 9 - 4 | +5 | 12 |
2. Tyrkland | 6 | 3 | 2 | 1 | 9 - 6 | +3 | 11 |
3. Ísland | 6 | 2 | 1 | 3 | 10 - 13 | -3 | 7 |
4. Svartfjallaland | 6 | 1 | 0 | 5 | 4 - 9 | -5 | 3 |
Athugasemdir