Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 17:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal reynir að fá ungan varnarmann Real Madrid
Victor Valdepenas (til vinstri).
Victor Valdepenas (til vinstri).
Mynd: EPA
Victor Valdepenas, 19 ára varnarmaður Real Madrid, er á óskalista Arsenal.

Valdepenas hefur leikið einn leik í La Liga á þessu tímabili, Xabi Alonso setti hann í byrjunarliðið gegn Alaves en Madrídingar unnu þann leik 2-1.

Alonso kenndi Valdepenas um markið sem Real Madrid fékk á sig í þeim leik en bað hann síðan afsökunar.

Hann hefur að mestu spilað fyrir varalið Real Madrid, Castilla liðið, í C-deildinni. Hann er með hraða og getur bæði spilað í hjarta varnarinnar og í vinstri bakverði.

Valdepenas er með samning til 2029 en Arsenal hefur horft löngunaraugum til hans í nokkurn tíma. Borussia Dortmund hefur einnig sýnt áhuga.


Athugasemdir
banner