Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
banner
   þri 20. janúar 2026 22:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta: Sérstök og heilstæð frammistaða
Mynd: EPA
Arsenal gulltryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld með 3-1 sigri gegn Inter. Liðið er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir.

„Ég er mjög stoltur af liðinu. Við þurftum sérstaka og heilstæða frammistöðu gegn toppliði og við gerðum það svo sannarlega," sagði Arteta.

„Hugrekkið, hugarfarið og viljinn til að færa sig upp á næsta stig hreif mig mest. Að gera þetta gegn San Siro gegn besta liðinu í Seríu A og einu besta liði Evrópu er eitthvað annað."

Arteta hrósaði Gabriel Jesus sem skoraði tvennu en hann er tiltölulega nýkominn til baka eftir langvarandi meiðsli.

„Þarna er ótrúlegur leikmaður. Því stærri sem leikurinn er, því þægilegra er þetta fyrir hann. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd. Hann á skilið að vera maður leiksins. Ekki bara út af mörkunum heldur fyrir vinnusemina," sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner