Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 12:30
Elvar Geir Magnússon
Barcelona og Chelsea gætu gert tilboð í Alvarez í sumar
Mynd: EPA
Líklegt er talið að Atletico Madrid fái tilboð í argentínska sóknarmanninn Julian Alvarez næsta sumar.

Alvarez, sem er 25 ára, hefur skoraði ellefu mörk í 25 leikjum í La Liga og Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Baecelona ætlar að bæta við sóknarmanni í sumar en Robert Lewandowski mun að öllum líkindum yfirgefa félagið. Deco, yfirmaður fótboltamála hjá Börsungum, er hrifinn af eiginleikum Alvarez.

Alvarez er fyrrum leikmaður Manchester City og ku opinn fyrir því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Chelsea er sagt hafa áhuga á honum. Einnig hefur hann verið orðaður við franska félagið PSG.
Athugasemdir
banner
banner