Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 16:54
Elvar Geir Magnússon
Burn og Osula mættir til æfinga en verða ekki með á morgun
Burn meiddist í desember.
Burn meiddist í desember.
Mynd: EPA
Newcastle fær PSV Eindhoven í heimsókn í Meistaradeildinni á morgun. Þetta er næstsíðasta umferðin en í lokaumferðinni leikur enska liðið gegn Paris St-Germain á útivelli.

Newcastle er í tólfta sæti í Meistaradeildinni og vonast til að geta endað í topp átta og komast þar með beint í 16-liða úrslitin.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, ræddi við fréttamenn í dag.

Hann greindi frá því að varnarmaðurinn Dan Burn og framherjinn Will Osula væru mættir aftur til æfinga eftir meiðsli en að leikurinn á morgun komi hinsvegar aðeins of snemma fyrir þá.

„Þetta er fyrsti dagurinn hjá þeim með liðinu en vonandi er ekki langt í að þeir snúi aftur út á völlinn," segir Howe.

Burn spilaði síðast 14. desember en Osula hefur verið frá vegna ökklameiðsla síðan í byrjun nóvember.
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 6 6 0 0 17 1 +16 18
2 Bayern 6 5 0 1 18 7 +11 15
3 PSG 6 4 1 1 19 8 +11 13
4 Man City 6 4 1 1 12 6 +6 13
5 Atalanta 6 4 1 1 8 6 +2 13
6 Inter 6 4 0 2 12 4 +8 12
7 Real Madrid 6 4 0 2 13 7 +6 12
8 Atletico Madrid 6 4 0 2 15 12 +3 12
9 Liverpool 6 4 0 2 11 8 +3 12
10 Dortmund 6 3 2 1 19 13 +6 11
11 Tottenham 6 3 2 1 13 7 +6 11
12 Newcastle 6 3 1 2 13 6 +7 10
13 Chelsea 6 3 1 2 13 8 +5 10
14 Sporting 6 3 1 2 12 8 +4 10
15 Barcelona 6 3 1 2 14 11 +3 10
16 Marseille 6 3 0 3 11 8 +3 9
17 Juventus 6 2 3 1 12 10 +2 9
18 Galatasaray 6 3 0 3 8 8 0 9
19 Mónakó 6 2 3 1 7 8 -1 9
20 Leverkusen 6 2 3 1 10 12 -2 9
21 PSV 6 2 2 2 15 11 +4 8
22 Qarabag 6 2 1 3 10 13 -3 7
23 Napoli 6 2 1 3 6 11 -5 7
24 Club Brugge 7 2 1 4 11 16 -5 7
25 FCK 6 2 1 3 10 16 -6 7
26 Benfica 6 2 0 4 6 8 -2 6
27 Pafos FC 6 1 3 2 4 9 -5 6
28 St. Gilloise 6 2 0 4 7 15 -8 6
29 Athletic 6 1 2 3 4 9 -5 5
30 Olympiakos 6 1 2 3 6 13 -7 5
31 Eintracht Frankfurt 6 1 1 4 8 16 -8 4
32 Bodö/Glimt 6 0 3 3 9 13 -4 3
33 Slavia Prag 6 0 3 3 2 11 -9 3
34 Ajax 6 1 0 5 5 18 -13 3
35 Villarreal 6 0 1 5 4 13 -9 1
36 Kairat 7 0 1 6 4 18 -14 1
Athugasemdir