Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 16:19
Elvar Geir Magnússon
Dæmdur fyrir að eltihrella leikmann Liverpool
Kvenaboltinn
Höbinger (í hvítu treyjunni) í leik með austurríska landsliðinu.
Höbinger (í hvítu treyjunni) í leik með austurríska landsliðinu.
Mynd: EPA
Eltihrellir hefur verið dæmdur í tveggja ára nálgunarbann og átján mánaða samfélagsþjónustu fyrir að ofsækja Marie Höbinger, leikmann kvennaliðs Liverpool og austurríska landsliðsins.

Eltihrellirinn heitir Mangal Dalal, er 42 ára, og hafði sent Höbinger kynferðisleg skilaboð á Instagram, sagst vilja eignast börn með henni og sent myndir af nærfötum sínum.

Dalal er tveggja barna faðir, búsettur í London, og játaði sekt sína í dómshúsi í Liverpool í desember.

Ofsóknir hans höfðu áhrif á daglegt líf Höbinger og frammistöðu hennar innan vallarins. Fyrir dómi sagðist hún hafa glímt við kvíða og átt erfitt með svefn. Hún búi ein og þegar hún hafi heyrt eitthvað hljóð hafi hún óttast að Dalal hefði komist að því hvar hún ætti heima.

Dalal fór á leik með Liverpool í Manchester í febrúar síðastliðnum og sást við völlinn eftir leikinn. Í dómstólnum kom fram að hann hefði viðurkennt þetta í lögregluyfirheyrslu en bar fyrir sér andlegum veikindum.
Athugasemdir
banner
banner
banner