Phil Foden, leikmaður Manchester City, er klár í slaginn gegn Bodö/Glimt í Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að hafa handarbrotnað gegn Manchester United á laugardag.
Foden var tekinn af velli í hálfleik gegn Manchester United á laugardag eftir að hafa lent illa á hendinni.
Foden var tekinn af velli í hálfleik gegn Manchester United á laugardag eftir að hafa lent illa á hendinni.
„Hann er smá beinbrotinn en hann verður með hlífar og verður klár fyrir morgundaginn,“ sagði Pep Guardiola stjóri Manchester City á blaðamannafundi í gær.
Manchester City situr í fjórða sæti deildarkeppni Meistaradeildarinnar en Bodö/Glimt er í 32. sæti.
Þrátt fyrir þann mun hefur reynst mörgum liðum erfitt að sækja Bodö heim og þurfti stórlið Juventus að leggja sig alla fram til að knýja fram sigur í Noregi fyrr í vetur.
Meistaradeildin
15:30 Kairat - Club Brugge
17:45 Bodö/Glimt - Man City
20:00 Real Madrid - Mónakó
20:00 Sporting - PSG
20:00 FCK - Napoli
20:00 Villarreal - Ajax
20:00 Olympiakos - Leverkusen
20:00 Tottenham - Dortmund
20:00 Inter - Arsenal
Athugasemdir



