Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 18:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrrum leikmaður Vals kominn með tvennu gegn Man City
Mynd: EPA
Það er komin upp ótrúleg staða í Noregi þar sem Man City er í heimsókn hjá Bodö/Glimt í 7. umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar.

Bodö/Glimt er með tveggja marka forystu þegar rúmur hálftími er liðinn af leiknum.

Kasper Högh, fyrrum leikmaður Vals, skoraði bæði mörkin með tveggja mínútna millibili.

Hann kom liðinu yfir eftir 22 mínútna leik þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Ole Blomberg. Tveimur mínútum síðar komst Bodö/Glimt í skyndisókn, varnarleikur Man City leit illa út og Högh komst einn í gegn og kláraði færið snyrtilega.

Högh er 25 ára gamall framherji en hann spilaði með Val á láni frá árið 2020 og lék fimm leiki án þess að ná að skora.

Sjáðu fyrra markið hér
Sjáðu seinna markið hér
Athugasemdir
banner
banner