Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 21:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Gengur allt á afturfótunum
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Man City, segir að það gangi allt á afturfótunum hjá liðinu eftir tap gegn Bodö/Glimt í Meistaradeildinni í kvöld.

Man City hefur tapað tveimur leikjum í röð en liðið tapaði gegn Man Utd í deildinni um helgina.

„Ég er ekki sammála því að þetta hafi verið flöt frammistaða. Við vorum ekki með Jeremy Doku eða Savinho eða aðra alvöru vængmenn. Það voru aðrir mikilvægir leikmenn í öðrum stöðum sem voru ekki til staðar. Þeir neyddu okkur til að fara út á kantana og við vorum ekki með leikmenn til að taka þá á einn á einn," sagði Guardiola.

„Okkur líður eins og það gangi allt á afturfótunum. Við verðum að reyna breyta því."

Athugasemdir
banner
banner
banner