Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 21:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reykjavíkurmótið: Fylkir skoraði fimm gegn Val
Benedikt Daríus skoraði tvennu
Benedikt Daríus skoraði tvennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 5 - 0 Valur
1-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('6 )
2-0 Magnús Daði Ottesen ('13 )
3-0 Hlynur Sævar Jónsson ('25 )
4-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('62 )
5-0 Máni Austmann Hilmarsson ('68 )

Fylkir fékk Val í heimsókn í Reykjavíkurmótinu í kvöld og vann stórsigur.

Benedikt Daríus Garðarsson kom Fylki yfir snemma leiks og eftir tæplega stundafjórðung var staðan orðin 2-0 en Magnús Daði Ottesen, sonur Sölva Geirs Ottesen, skoraði annað mark liðsins.

Hann er fæddur árið 2010 en hann stóð sig vel á reynslu hjá Bayern á síðasta ári.

Hlynur Sævar Jónsson bætti við þriðja marki Fylkis áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Benedikt Daríus skoraði síðan sitt annað mark og Máni Austmann Hilmarsson innsiglaði stórsigur liðsins.

Fylkir er með þrjú stig í B-riðli eftir tvær umferðir en Valur enn án stiga.
Reykjavíkurmót karla - B-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fylkir 0 0 0 0 0 - 0 0 0
2.    KR 0 0 0 0 0 - 0 0 0
3.    Valur 0 0 0 0 0 - 0 0 0
4.    Þróttur R. 0 0 0 0 0 - 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner