Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   þri 20. janúar 2026 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Sagt að Ísland mæti tveimur HM þjóðum í mars
Icelandair
Íslenska landsliðið gæti mætt Haítí og Kanada í marsverkefninu
Íslenska landsliðið gæti mætt Haítí og Kanada í marsverkefninu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland mun mæta landsliðum Haítí og Kanada í fjögurra þjóða móti í mars en þetta segir blaðamaðurinn Matthew Scianitti sem vinnur hjá TSN.

Jesse Marsch, þjálfari kanadíska landsliðsins, staðfesti í síðustu viku að Kanada muni spila tvo leiki á BMO-vellinum í Toronto í marsmánuði sem verður hluti af undirbúningi fyrir HM í sumar.

Kanada mun halda mótið ásamt Bandaríkjunum og Mexíkó, sem verður í fyrsta sinn sem þjóðin fær að taka þátt í því að halda mótið.

Samkvæmt Scianitti mun Kanada mæta Íslandi og Túnis, en íslenska liðið mun einnig spila við Haítí.

Haítí er í 84. sæti heimslistans, Ísland í 74. sæti, Túnis í 41. sæti og Kanada í 27. sæti. Kanada, Haítí og Túnis verða á HM í sumar.

Leikurinn gegn Kanada á að vera spilaður 28. mars samkvæmt OneSoccer og þá mun seinni leikurinn vera gegn Haítí þann 31. mars.


Athugasemdir
banner