Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   þri 20. janúar 2026 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Solanke kemur aftur í hópinn á kostnað Tel
Mathys Tel er ekki í Meistaradeildarhópnum hjá Tottenham
Mathys Tel er ekki í Meistaradeildarhópnum hjá Tottenham
Mynd: EPA
Thomas Frank, stjóri Tottenham á Englandi, hefur aftur ákveðið að skilja franska sóknarmanninn Mathys Tel út undan fyrir seinni hlutann í Meistaradeildinni.

Tel var ekki valinn í Meistaradeildarhópinn í byrjun tímabils, en var tekinn inn þegar Dominic Solanke meiddist.

Frank hefur tekið ákvörðun um að taka Solanke aftur inn í hópinn fyrir mikilvægu leikina í deildarkeppninni og er það aftur á kostnað Tel. Tottenham mætir Borussia Dortmund í 7. umferð deildarkeppninnar í kvöld.

Fabrizio Romano segir að Tel og föruneyti hans sé ekki ánægt með þessa ákvörðun Frank og eru nú meiri líkur en minni á að hann reyni að komast frá Tottenham áður en glugginn lokar.

Samkvæmt erlendum miðlum vill Tel komast á láni í annað félag til að eiga meiri möguleika á að komast með Frökkum á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó í sumar.


Athugasemdir
banner
banner