Thomas Frank, stjóri Tottenham á Englandi, hefur aftur ákveðið að skilja franska sóknarmanninn Mathys Tel út undan fyrir seinni hlutann í Meistaradeildinni.
Tel var ekki valinn í Meistaradeildarhópinn í byrjun tímabils, en var tekinn inn þegar Dominic Solanke meiddist.
Frank hefur tekið ákvörðun um að taka Solanke aftur inn í hópinn fyrir mikilvægu leikina í deildarkeppninni og er það aftur á kostnað Tel. Tottenham mætir Borussia Dortmund í 7. umferð deildarkeppninnar í kvöld.
Fabrizio Romano segir að Tel og föruneyti hans sé ekki ánægt með þessa ákvörðun Frank og eru nú meiri líkur en minni á að hann reyni að komast frá Tottenham áður en glugginn lokar.
Samkvæmt erlendum miðlum vill Tel komast á láni í annað félag til að eiga meiri möguleika á að komast með Frökkum á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó í sumar.
The latest team news ahead of our Champions League fixture against Borussia Dortmund ????
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 19, 2026
???? https://t.co/2hn1ppNG63 pic.twitter.com/W8Oj9dsLoF
Athugasemdir



