Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 12:38
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Senegals fær væntanlega bann á HM
Pape Thiaw skipaði liði sínu að yfirgefa völlinn.
Pape Thiaw skipaði liði sínu að yfirgefa völlinn.
Mynd: EPA
Pape Thiaw, landsliðsþjálfari Senegals, gæti fengið bann og misst af HM í sumar eftir ótrúlega uppákomu í úrslitaleik Afríkukeppninnar á sunnudag.

Marokkó fékk vafasama vítaspyrnu í uppbótartíma venjulegs leiktíma og Thiaw skipaði sínu liði að yfirgefa völlinn í mótmælaskyni. Allt var á suðupunkti á leikvangnum og dramatíkinni alls ekki lokið.

Þegar leikmenn skiluðu sér loks aftur á völlinn þá brenndi Marokkó af vítinu og Senegal tryggði sér svo sigur með því að skora eina mark leiksins í framlengingu.

Thiaw mun líklega fá bann fyrir hegðun sína og næsti mótsleikur nýkrýndra Afríkumeistara verður á HM í sumar, gegn Frakklandi í New York. Næsti leikur liðsins þar á eftir verður svo gegn Noregi.

Gianni Infantino, forseti FIFA, var viðstaddur úrslitaleikinn á sunnudag og sagði að svona uppákoma mætti aldrei endurtaka sig aftur. Agadómstóll þyrfti að senda skýr skilaboð.


Athugasemdir
banner
banner
banner