Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. febrúar 2020 15:30
Fótbolti.net
„Blikarnir mest spennandi''
Blikar líta vel út í upphafi árs
Blikar líta vel út í upphafi árs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Af öllum liðunum sem ég hef séð í vetur eru Blikarnir mest spennandi,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, gestur hlaðvarpsþáttarins Heimavallarins, í umræðu um frammistöðu íslensku liðanna á undirbúningsmótunum til þessa.

„Ég hélt því statt og stöðugt fram á sama tíma í fyrra að Valur yrði Íslandsmeistarar og væru með langbesta liðið. Núna líður mér nákvæmlega eins nema ég held að Breiðablik hafi betur þetta árið. Mér finnst þær vera að spila mjög skemmtilegan bolta.“

„Ég held að það hafi farið illa í Blikana að tapa þessu í sumar og ég held þær verði með extra blóðbragð í munni. En það er auðvitað ekki hægt að afskrifa Val. Þær líta líka vel út en eins og staðan er núna finnst mér Blikarnir vera að koma best út,“
sagði Bára Kristbjörg ennfrekar.

„Þær eru ekkert að veikjast. Búnar að fá Hafrúnu Rakel, Rakel Hönnu, Sveindísi og Vigdís Edda sem kom frá Tindastól hefur verið að spila. Þetta er bara að verða ferskara,“ bætti þáttastýran Hulda Mýrdal við en Blikar sigruðu Faxaflóamótið afar sannfærandi með 24 mörk skoruð ekkert fengið á sig í fjórum leikjum.
Heimavöllurinn - Íslenskur undirbúningsvetur hefst með látum
Athugasemdir
banner
banner
banner