Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   mán 20. júní 2022 20:51
Elvar Geir Magnússon
Nonni Sveins: Þá er þetta línuvörður en ekki aðstoðardómari
Jón Sveinsson segist sjálfur vera mjög lélegur dómari.
Jón Sveinsson segist sjálfur vera mjög lélegur dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli í opnunarleik nýja Framvallarins í Úlfarsárdal. Um var að ræða tíðindamikinn leik sem sveiflaðist fram og til baka og aldrei var daufur punktur. Mikil skemmtun þar sem bæði lið voru ósátt við niðurstöðuna.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 ÍBV

„Mér fannst við betra liðið og eiga sigurinn frekar skilið. En ÍBV er með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram.

Stuðningsmenn Fram voru duglegir við að baula á Helga Mikael dómara. Hvernig fannst Jóni dómgæslan.

„Bæði liðin kvörtuðu og vældu út af dómgæslunni. Þeir gera sitt besta eins og allir. Þeir gera sín mistök í dag. Annað markið (hjá ÍBV) var pínu klaufalegt. Svo var spurning um víti eða ekki víti en ég er svo lélegur dómari sjálfur að ég er ekki dómbær á það sjálfur hvernig dómgæslan var. Annað markið var allavega súrt."

Þórir Guðjónsson meiddist í aðdragandanum að því að ÍBV komst í 2-1.

„Þórir var meiddur og aðstoðardómarinn sagði honum að fara út af vellinum, sem hann gerir. Svo spilar hann leikmanninn sem skorar réttstæðan. Þá kemur í ljós að aðstoðardómarinn hefur ekki vald til að segja honum að fara út af, dómarinn þarf að taka þá ákvörðun. Þá er þetta bara línuvörður en ekki aðstoðardómari í mínum huga. Þetta varð allavega til þess að þeir komast í gegn. Þetta var klaufalegt hjá aðstoðardómaranum."

Jón segir að Fram þurfi að fækka mörkunum sem liðið fær á sig. „Þá fara stigin að verða fleiri. Við erum allavega ekki sakaðir um að skemmta ekki áhorfendum. Leikirnir okkar eru opnir og skemmtilegir. Við þurfum að reyna að loka leikjunum betur okkar megin á vellinum og hafa þá frekar opna og skemmtilega hinumegin. Frekar að skemmta okkar áhorfendum en öllum lýðnum."
Athugasemdir
banner
banner