Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 20. júní 2022 20:51
Elvar Geir Magnússon
Nonni Sveins: Þá er þetta línuvörður en ekki aðstoðardómari
Jón Sveinsson segist sjálfur vera mjög lélegur dómari.
Jón Sveinsson segist sjálfur vera mjög lélegur dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli í opnunarleik nýja Framvallarins í Úlfarsárdal. Um var að ræða tíðindamikinn leik sem sveiflaðist fram og til baka og aldrei var daufur punktur. Mikil skemmtun þar sem bæði lið voru ósátt við niðurstöðuna.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 ÍBV

„Mér fannst við betra liðið og eiga sigurinn frekar skilið. En ÍBV er með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram.

Stuðningsmenn Fram voru duglegir við að baula á Helga Mikael dómara. Hvernig fannst Jóni dómgæslan.

„Bæði liðin kvörtuðu og vældu út af dómgæslunni. Þeir gera sitt besta eins og allir. Þeir gera sín mistök í dag. Annað markið (hjá ÍBV) var pínu klaufalegt. Svo var spurning um víti eða ekki víti en ég er svo lélegur dómari sjálfur að ég er ekki dómbær á það sjálfur hvernig dómgæslan var. Annað markið var allavega súrt."

Þórir Guðjónsson meiddist í aðdragandanum að því að ÍBV komst í 2-1.

„Þórir var meiddur og aðstoðardómarinn sagði honum að fara út af vellinum, sem hann gerir. Svo spilar hann leikmanninn sem skorar réttstæðan. Þá kemur í ljós að aðstoðardómarinn hefur ekki vald til að segja honum að fara út af, dómarinn þarf að taka þá ákvörðun. Þá er þetta bara línuvörður en ekki aðstoðardómari í mínum huga. Þetta varð allavega til þess að þeir komast í gegn. Þetta var klaufalegt hjá aðstoðardómaranum."

Jón segir að Fram þurfi að fækka mörkunum sem liðið fær á sig. „Þá fara stigin að verða fleiri. Við erum allavega ekki sakaðir um að skemmta ekki áhorfendum. Leikirnir okkar eru opnir og skemmtilegir. Við þurfum að reyna að loka leikjunum betur okkar megin á vellinum og hafa þá frekar opna og skemmtilega hinumegin. Frekar að skemmta okkar áhorfendum en öllum lýðnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner