Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 20. júní 2022 20:51
Elvar Geir Magnússon
Nonni Sveins: Þá er þetta línuvörður en ekki aðstoðardómari
Jón Sveinsson segist sjálfur vera mjög lélegur dómari.
Jón Sveinsson segist sjálfur vera mjög lélegur dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli í opnunarleik nýja Framvallarins í Úlfarsárdal. Um var að ræða tíðindamikinn leik sem sveiflaðist fram og til baka og aldrei var daufur punktur. Mikil skemmtun þar sem bæði lið voru ósátt við niðurstöðuna.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 ÍBV

„Mér fannst við betra liðið og eiga sigurinn frekar skilið. En ÍBV er með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram.

Stuðningsmenn Fram voru duglegir við að baula á Helga Mikael dómara. Hvernig fannst Jóni dómgæslan.

„Bæði liðin kvörtuðu og vældu út af dómgæslunni. Þeir gera sitt besta eins og allir. Þeir gera sín mistök í dag. Annað markið (hjá ÍBV) var pínu klaufalegt. Svo var spurning um víti eða ekki víti en ég er svo lélegur dómari sjálfur að ég er ekki dómbær á það sjálfur hvernig dómgæslan var. Annað markið var allavega súrt."

Þórir Guðjónsson meiddist í aðdragandanum að því að ÍBV komst í 2-1.

„Þórir var meiddur og aðstoðardómarinn sagði honum að fara út af vellinum, sem hann gerir. Svo spilar hann leikmanninn sem skorar réttstæðan. Þá kemur í ljós að aðstoðardómarinn hefur ekki vald til að segja honum að fara út af, dómarinn þarf að taka þá ákvörðun. Þá er þetta bara línuvörður en ekki aðstoðardómari í mínum huga. Þetta varð allavega til þess að þeir komast í gegn. Þetta var klaufalegt hjá aðstoðardómaranum."

Jón segir að Fram þurfi að fækka mörkunum sem liðið fær á sig. „Þá fara stigin að verða fleiri. Við erum allavega ekki sakaðir um að skemmta ekki áhorfendum. Leikirnir okkar eru opnir og skemmtilegir. Við þurfum að reyna að loka leikjunum betur okkar megin á vellinum og hafa þá frekar opna og skemmtilega hinumegin. Frekar að skemmta okkar áhorfendum en öllum lýðnum."
Athugasemdir
banner