Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 20. júní 2022 20:51
Elvar Geir Magnússon
Nonni Sveins: Þá er þetta línuvörður en ekki aðstoðardómari
Jón Sveinsson segist sjálfur vera mjög lélegur dómari.
Jón Sveinsson segist sjálfur vera mjög lélegur dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli í opnunarleik nýja Framvallarins í Úlfarsárdal. Um var að ræða tíðindamikinn leik sem sveiflaðist fram og til baka og aldrei var daufur punktur. Mikil skemmtun þar sem bæði lið voru ósátt við niðurstöðuna.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 ÍBV

„Mér fannst við betra liðið og eiga sigurinn frekar skilið. En ÍBV er með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram.

Stuðningsmenn Fram voru duglegir við að baula á Helga Mikael dómara. Hvernig fannst Jóni dómgæslan.

„Bæði liðin kvörtuðu og vældu út af dómgæslunni. Þeir gera sitt besta eins og allir. Þeir gera sín mistök í dag. Annað markið (hjá ÍBV) var pínu klaufalegt. Svo var spurning um víti eða ekki víti en ég er svo lélegur dómari sjálfur að ég er ekki dómbær á það sjálfur hvernig dómgæslan var. Annað markið var allavega súrt."

Þórir Guðjónsson meiddist í aðdragandanum að því að ÍBV komst í 2-1.

„Þórir var meiddur og aðstoðardómarinn sagði honum að fara út af vellinum, sem hann gerir. Svo spilar hann leikmanninn sem skorar réttstæðan. Þá kemur í ljós að aðstoðardómarinn hefur ekki vald til að segja honum að fara út af, dómarinn þarf að taka þá ákvörðun. Þá er þetta bara línuvörður en ekki aðstoðardómari í mínum huga. Þetta varð allavega til þess að þeir komast í gegn. Þetta var klaufalegt hjá aðstoðardómaranum."

Jón segir að Fram þurfi að fækka mörkunum sem liðið fær á sig. „Þá fara stigin að verða fleiri. Við erum allavega ekki sakaðir um að skemmta ekki áhorfendum. Leikirnir okkar eru opnir og skemmtilegir. Við þurfum að reyna að loka leikjunum betur okkar megin á vellinum og hafa þá frekar opna og skemmtilega hinumegin. Frekar að skemmta okkar áhorfendum en öllum lýðnum."
Athugasemdir
banner