Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   mán 20. júní 2022 20:51
Elvar Geir Magnússon
Nonni Sveins: Þá er þetta línuvörður en ekki aðstoðardómari
Jón Sveinsson segist sjálfur vera mjög lélegur dómari.
Jón Sveinsson segist sjálfur vera mjög lélegur dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli í opnunarleik nýja Framvallarins í Úlfarsárdal. Um var að ræða tíðindamikinn leik sem sveiflaðist fram og til baka og aldrei var daufur punktur. Mikil skemmtun þar sem bæði lið voru ósátt við niðurstöðuna.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 ÍBV

„Mér fannst við betra liðið og eiga sigurinn frekar skilið. En ÍBV er með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram.

Stuðningsmenn Fram voru duglegir við að baula á Helga Mikael dómara. Hvernig fannst Jóni dómgæslan.

„Bæði liðin kvörtuðu og vældu út af dómgæslunni. Þeir gera sitt besta eins og allir. Þeir gera sín mistök í dag. Annað markið (hjá ÍBV) var pínu klaufalegt. Svo var spurning um víti eða ekki víti en ég er svo lélegur dómari sjálfur að ég er ekki dómbær á það sjálfur hvernig dómgæslan var. Annað markið var allavega súrt."

Þórir Guðjónsson meiddist í aðdragandanum að því að ÍBV komst í 2-1.

„Þórir var meiddur og aðstoðardómarinn sagði honum að fara út af vellinum, sem hann gerir. Svo spilar hann leikmanninn sem skorar réttstæðan. Þá kemur í ljós að aðstoðardómarinn hefur ekki vald til að segja honum að fara út af, dómarinn þarf að taka þá ákvörðun. Þá er þetta bara línuvörður en ekki aðstoðardómari í mínum huga. Þetta varð allavega til þess að þeir komast í gegn. Þetta var klaufalegt hjá aðstoðardómaranum."

Jón segir að Fram þurfi að fækka mörkunum sem liðið fær á sig. „Þá fara stigin að verða fleiri. Við erum allavega ekki sakaðir um að skemmta ekki áhorfendum. Leikirnir okkar eru opnir og skemmtilegir. Við þurfum að reyna að loka leikjunum betur okkar megin á vellinum og hafa þá frekar opna og skemmtilega hinumegin. Frekar að skemmta okkar áhorfendum en öllum lýðnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner