Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fim 20. júní 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM í dag - Danir mæta Englendingum og stórleikur í B-riðli
Mynd: EPA

Það er stór dagur á EM í Þýskalandi í dag. Það er stórleikur í B-riðli og Danmörk og England eigast við.


Spánn og Ítalía mætast í B-riðlinum en sigurvegarinn fer langt með að tryggja sér toppsætið í riðlinum. Albanía og Króatía eru aðeins með eitt stig eftir jafntefli liðanna í gær.

Áður en að þeim leik kemur er spilað í C-riðli. Fyrsti leikur dagsins er Slóvenía gegn Serbíu. Margir spáðu Serbíu góðu gengi á mótinu en liðið tapaði gegn Englandi í fyrstu umferð og gæti verið í vondri stöðu ef liðið tapar í dag.

Klukkan 16 mætast síðan Danir og Englendingar. England getur tryggt sér toppsætið með sigri en liðið þótti ekki sannfærandi í leiknum gegn Serbíu. Það er þó talið að Gareth Southgate muni halda sig við sama byrjunarliðið.

EM B riðill
19:00 Spánn - Ítalía

EM C riðill
13:00 Slóvenía - Serbía
16:00 Danmörk - England


Athugasemdir
banner
banner