Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 20. júní 2024 12:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðmunda Brynja spáir í 9. umferð Bestu kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Verður Fanndís á skotskónum?
Verður Fanndís á skotskónum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna María skorar, en dugar það?
Anna María skorar, en dugar það?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
9. umferð Bestu deildar kvenna fer af stað í kvöld með einum leik og umferðinni lýkur svo með fjórum leikjum annað kvöld.

Fyrrum landsliðskonan Guðmunda Brynja Óladóttir, nú leikmaður HK í Lengjudeildinni, spáir í leiki umferðarinnar. Hún lék á sínum tíma 149 leiki og skoraði 65 mörk í efstu deild.

Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir spáði í leiki síðustu umferðar og hún virtist hafa séð vel inn í framtíðina. Hún var ekki nema með alla leikina rétta og var með hárréttar lokatölur í þremur leikjum, vel gert!

Svona spáir Guðmunda leikjunum í 9. umferðinni:

Víkingur 0 - 4 Breiðablik (í kvöld 18:00)
Breiðablik heldur áfram að vera óstöðvandi og Víkingur er ekkert að fara að stoppa það. Agla María heldur áfram að leggja upp og skora og Barbára skorar ur horni. Katrín er lika búin að finna markið þannig þægilegur 4-0 sigur.

Keflavik 0 - 0 Tindastóll (föstudagur 18:00)
Verður mjög jafn leikur og líklega ekkert skemmtilegur fyrir áhorfendur. Bæði lið á svipuðum stað i deildinni. Búin að skora svipað mikið af mörkum og fá á sig svipað mikið. Verður baráttumiðjuleikur og endar 0-0.

Þór/KA 3 - 0 Fylkir (föstudagur 18:00
Þægilegur sigur fyrir Þór/KA. Alltaf erfitt að fara norður og hvað þá að mæta einum besta leikmanni deildarinnar sem heldur áfram að skora i þessu leik. 3-0 og Sandra María skorar 2 og Hulda 1.

Þróttur 2 - 1 Stjarnan (föstudagur 18:00)
Þróttarar eru komnar á skrið og byrjaðar að skora. Á meðan það er smá lægð hjá Stjörnunni. Krtistún heldur áfram að skora fyrir Þrótt. Þetta verður erfiður iðnarasigur fyrir þrótt 2-1. Anna María skorar úr horni fyrir Stjörnuna.

Valur 3 - 0 FH (föstudagur 20:15)
Valskonur halda áfram að setja pressu á Breiðablik. Þær vilja ekki missa þær of langt frá sér. Pétur og Adda eru búin að liggja yfir FH og það mun ekkert koma þeim á óvart. Amanda, Jasmín og Fanndís klára þetta svo 3-0.

Fyrri spámenn:
Guðrún Arnardóttir (5 réttir)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (4 réttir)
Alda Ólafsdóttir (4 réttir)
Hildur Antonsdóttir (3 réttir)
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (3 réttir)
Cecilía (2 réttir)
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 10 9 0 1 27 - 4 +23 27
2.    Valur 10 9 0 1 31 - 11 +20 27
3.    Þór/KA 10 7 0 3 26 - 12 +14 21
4.    FH 10 5 1 4 16 - 17 -1 16
5.    Víkingur R. 10 4 3 3 16 - 19 -3 15
6.    Þróttur R. 10 3 1 6 9 - 13 -4 10
7.    Tindastóll 10 3 1 6 12 - 21 -9 10
8.    Stjarnan 10 3 0 7 14 - 27 -13 9
9.    Keflavík 10 2 0 8 7 - 21 -14 6
10.    Fylkir 10 1 2 7 10 - 23 -13 5
Athugasemdir
banner