Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 14. júní 2024 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðrún Arnar spáir í 8. umferð Bestu kvenna
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er gott að vera með Söndru Maríu í sínu liði.
Það er gott að vera með Söndru Maríu í sínu liði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorar þá tvö og leggur upp önnur tvö.
Skorar þá tvö og leggur upp önnur tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Antonsdóttir var með þrjá rétta þegar hún spáði í síðustu umferð Bestu deildar kvenna.

Núna spáir liðsfélagi hennar úr landsliðinu, Guðrún Arnardóttir, í leikina sem eru framundan. Áttunda umferðin hefst á morgun.

FH 1 - 0 Keflavík (14:00 á morgun)
Frikki Dór var að gefa út lagið Til í allt pt. III og það taka FH konur til sín. Þær eru til í alvöru fight og vinna leikinn eftir að Andrea Rán kemur með vel sexy stungusendingu inn fyrir vörn Keflavíkur. FH fá tækifæri til að skora fleiri mörk en eitt mun þó duga þeim til að taka stigin þrjú.

Stjarnan 0 - 2 Þór/KA (16:00 á morgun)
Þetta verður hörkuleikur og ég held að það verði nokkur stór vafaatriði sem gæti verið rætt mikið um eftir leik. Þór/KA hins vegar býr bara svo vel að vera með Söndru Maríu í liðinu sínu og hún klárar þetta fyrir sínar konur með marki og stoðsendingu í seinni hálfleik.

Breiðablik 3 - 0 Þróttur R. (14:00 á sunnudag)
Það er komin smá stemming í Þróttarana eftir erfiða byrjun á tímabilinu en það er hins vegar stanslaus stemning í Kópavogi og það kemur ekki til greina hjá Nik og co að skrúfa niður í þeirri stemningu. Blikaskvísurnar eru búnar að skella í lás í vörninni og taka þetta frekar þægilega 3-0 með skallamarki frá Ollu, banger fyrir utan teig frá Öglu Maríu og baráttumarki frá Karítas.

Fylkir 1 - 4 Valur (16:00 á sunnudag)
Þetta verður erfiður leikur fyrir Fylkiskonur. Valskonur vilja halda áfram að anda í hálsmálið á blix og mæta í fimmta gír strax frá upphafi. Ef Amanda spilar þá setur hún líklega tvö mörk og kemur með tvær stoðsendingar, eina fyrir Fanndísi og eina hornspyrnu beint á hausinn á Önnu Björk. Fylkir skorar svo sárabótamark á lokamínútunum.

Tindastóll 0 - 0 Víkingur R. (16:00 á sunnudag)
Það er ekki auðvelt að rúnta á Sauðárkrók og ætla sér stóra hluti þar. Bæði lið eru á svipuðum stað í deildinni og mun þetta vera frekar lokaður leikur. Hvorugt liðið nær að setja boltann í netið og niðurstaðan verður steindautt jafntefli.

Fyrri spámenn:
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (4 réttir)
Alda Ólafsdóttir (4 réttir)
Hildur Antonsdóttir (3 réttir)
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (3 réttir)
Cecilía (2 réttir)
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner