Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2024 11:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Albert ítrekar sakleysi sitt: Sannfærður um að réttlætinu verði fullnægt
Mynd: Fiorentina
Albert Guðmundsson, nýr leikmaður FIorentina, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Hann var fenginn til félagsins í síðustu viku, kemur á láni frá Genoa til að byrja með. Hann hefur verið orðaður við Fiorentina í langan tíma og var einnig orðaður við önnur félög.

Hann var m.a. spurður út í dómsmálið gegn honum á Íslandi. Albert er ákærður fyrir kynferðisbrot, sakaður um nauðgun. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í upphafi síðasta mánaðar.

„Málið verður tekið fyrir í september, en það mun ekki hafa áhrif á mig. Þetta hefur verið í gangi í ár, en hefur ekki haft áhrif, ég hugsa um fjölskylduna og fótboltann" er haft eftir Alberti í ítölskum fjölmiðlum. M.a. laviola.it og Fiorentinauno.com.

„Ég er sannfærður um að réttlætnu verði fullnægt, því ég er saklaus," segir Albert.
Athugasemdir
banner
banner