sun 20. september 2020 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
England: Brighton skoraði þrjú gegn Newcastle
Newcastle 0 - 3 Brighton
0-1 Neal Maupay ('4, víti)
0-2 Neal Maupay ('7)
0-3 Aaron Connolly ('83)
Rautt spjald: Yves Bissouma, Brighton ('89)

Newcastle tók á móti Brighton í enska boltanum í dag og spiluðu gestirnir frábæran fótbolta.

Neal Maupay setti tvennu á fyrstu sjö mínútum leiksins. Fyrst skoraði hann úr vítaspyrnu eftir klaufalega tæklingu Allan Saint-Maximin innan vítateigs og svo skoraði hann eftir góða fyrirgjöf frá Leandro Trossard.

Brighton var við stjórn allan tímann þar sem heimamenn í Newcastle hæfðu ekki rammann einu sinni í rúmar 90 mínútur.

Aaron Connolly gulltryggði sigur Brighton á lokakaflanum eftir sendingu frá Maupay.

Yves Bissouma fékk að líta beint rautt spjald fyrir háskaleik eftir að VAR greip inní. Bissouma sparkaði í andlitið á Jamal Lewis, bakverði Newcastle, og var rekinn af velli.

Bæði lið eru með þrjú stig eftir tvær umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner