FC Astana 1 - 1 Shakhtar Karagandy
1-0 Pieros Sotiriou ('62)
1-1 Aidos Tattybayev ('71)
1-0 Pieros Sotiriou ('62)
1-1 Aidos Tattybayev ('71)
FC Astana tók á móti Shakhtar Karagandy í efstu deild Kasakstan í dag og var staðan markalaus í leikhlé.
Rúnar Már Sigurjónsson kom inn af bekknum fyrir seinni hálfleik og komust heimamenn í Nursultan yfir á 62. mínútu þegar Pieros Sotiriou skoraði.
Níu mínútum síðar jafnaði Aidos Tattybayev fyrir gestina og meira var ekki skorað.
Lokatölur því 1-1 jafntefli og er Astana áfram í öðru sæti, sex stigum eftir toppliði Kairat Almaty eftir átta umferðir.
Athugasemdir