Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. september 2020 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard: Án mistaka og vítaspyrnuklúðurs endar þetta 1-1
Lampard þakkar Sadio Mane, markaskorara Liverpool, fyrir leikinn.
Lampard þakkar Sadio Mane, markaskorara Liverpool, fyrir leikinn.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, var svekktur eftir 2-0 tap gegn Liverpool á heimavelli.

Staðan var markalaus í hálfleik en undir lok fyrri hálfleiks fékk Andreas Christensen að líta rauða spjaldið þegar hann tók Sadio Mane niður þegar hann var kominn í gott marktækifæri. Liverpool skoraði tvö snemma í seinni hálfleik.

„Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn ef við erum að miða við færi. Rauða spjaldið breyti gangi mála, ég þarf að breyta leikskipulaginu og það var alltaf að fara að verða erfitt eftir það."

„Það var hægt að gefa honum rautt en það var líka alveg hægt að sleppa því. Það kom mér örlítið á óvart að gula spjaldið fór á loft fyrst," sagði Lampard við BBC.

Markvörðurinn Kepa Arrizabalaga gerði stór mistök í öðru marki Liverpool þegar Mane vann boltann af honum og skoraði. Chelsea er að ganga frá kaupum á Edouard Mendy, markverði Rennes í Frakklandi.

„Stór mistök. Ef þú lítur á seinni hálfleikinn án þessara mistaka og vítaspyrnuklúðursins (ef Chelsea skorar úr vítaspyrnunni), þá endar þessi leikur 1-1."

„Ég er að mörgu leyti ánægðari en eftir sigurinn á Brighton. Við sýndum mikinn liðsanda og karakter, og það voru margir einstaklingar sem sýndu mér góða hluti í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner