Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 20. september 2020 16:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Kepa með skelfileg mistök gegn Liverpool
Núna er í gangi stórleikur Chelsea og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Staðan var markalaus í hálfleik en undir lok fyrri hálfleiks fékk danski varnarmaðurinn Andreas Christensen að líta rauða spjaldið fyrir brot á Sadio Mane í góðu marktækifæri.

Liverpool var ekki lengi að láta til sín taka einum fleiri í byrjun seinni hálfleiks.

Mane kom Liverpool yfir og stuttu síðar kom annað markið eftir hræðileg mistök frá Kepa Arrizabalaga.

Arrizabalaga er dýrasti markvörður í heimi. Chelsea keypti hann frá Athletic Bilbao fyrir rúmar 70 milljónir punda sumarið 2018 en hann hefur verið skelfilegur fyrir félagið. Chelsea er að kaupa
Édouard Mendy frá Rennes í Frakklandi og mun hann væntanlega taka sæti Kepa í markinu.

Smelltu HÉR til að sjá annað mark Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner