Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   þri 20. september 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Líkir leikstíl nýja Brighton stjórans við Pep Guardiola
Roberto De Zerbi var á dögunum kynntur sem nýr stjóri Brighton, eftir að Graham Potter tók við Chelsea.
Roberto De Zerbi var á dögunum kynntur sem nýr stjóri Brighton, eftir að Graham Potter tók við Chelsea.
Mynd: EPA
Spænski íþróttafréttamaðurinn Andrea Orlandi segir að leikstíll Roberto De Zerbi, nýja stjórans hjá Brighton, sé ekki ólíkur leikstíl Pep Guardiola hjá Manchester City.

Orlandi er fyrrum miðjumaður Brighton og þá var hann ungur að árum í herbúðum Barcelona. Þá lék hann á Ítalíu þegar De Zerbi var að skapa sér nafn í þjálfun þar.

„Roberto var álitinn ákveðinn snillingur þegar hann var leikmaður. Það var mikið umtal í kringum hann en af einhverjum ástæðum náði hann ekki eins langt og hann hefði getað," segir Orlandi.

„Á þjálfaraferlinum er einnig talað um hann sem ákveðinn snilling og frá því að hann tók við Foggia sást strax að hann var ekki með hið hefðbundna ítalska hugarfar sem stjóri. Þetta hefur alltaf í hans huga snúist um sendingar og að spila sig í gegnum línurnar. Þá er hann með mikla aðlögunarhæfni."

„Leikstíll hans er í líkingu við leikstíl Pep Guardiola og því tel ég hann fullkominn fyrir Brighton. Ég held að liðið sé í mjög góðum höndum með hann," segir Orlandi.

De Zerbi sló í gegn þegar hann stýrði Sassuolo 2018-2021.

„Undir hans stjórn spilaði Sassuolo einn besta fótboltann í ítölsku A-deildinni. Hann fór svo til Shaktar Donetsk og náði árangri en við vitum hvað gerðist svo í Úkraínu. Nú fær hann stórt tækifæri í ensku úrvalsdeildinni og fólk mun halda áfram að sjá Brighton spila í líkingu við það sem liðið gerði undir Graham Potter."

„Hann vill að boltinn sé á grasinu og spila áhorfendavænan fótbolta, sóknarbolta. Það viljum við sjá og þannig á Brighton að spila," segir Orlandi.

De Zerbi tekur við Brighton í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með þrettán stig úr fyrstu sex leikjunum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner