Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mið 20. september 2023 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Smári: Hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Silas Songani átti góðan leik með Vestra
Silas Songani átti góðan leik með Vestra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Góðar. Þokkalega sáttur með þennan leik og reyndum að spila fótbolta, en fannst þeir koma hingað til að slökkva svolítið í okkur og koma í veg fyrir það sem við ætluðum að gera. Mér fannst það vera þeirra aðal-gameplan til að skemma fyrir okkur. Skiljanlega kannski, stór og mikill leikur og erfiður heimavöllur fyrir þá að sækja. Ég er sáttur með þetta og hefðum alltaf tekið 1-0 forystu fyrir leikinn, þannig við erum sáttir,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir 1-0 sigurinn á Fjölni í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspils Lengjudeildarinnar.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Silas Songani skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleiknum, en Vestri fékk mörg færi til að ganga frá leiknum, en nýtti ekki.

„Við fáum færi til að fara helvíti langt með þetta í fyrri hálfleik, hefðum átt að skora mark strax á eftir markinu sem við skorum og svo undir lok leiks fáum við ofboðslega góða sénsa og hefðum getað farið langt með að klára einvígið í dag, en þeir komu mjög grimmir til leiks í seinni hálfleik og hrós á þá. Þeir voru rosalega aggresífir og við ekki alveg nógu aggresífir. Ég er sáttur með leikinn í heild sinni, en við hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar.“

Davíð gerði tvær breytingar á 67. mínútu er hann tók Silas Songani, sem átti frábæran fyrri hálfleik og svo Vladimir Tufegdzic, en hann gerði það til að fá meiri stjórn á leikinn.

„Okkur langaði að geta stjórnað leiknum aðeins betur og haldið betur í boltann. Sama með Tufa, vildum fá ferskar lappir inn og reyna að ná stjórn á leiknum aftur. Þetta datt í smá vitleysu eftir 50-55 mínútur, þá var þetta endanna á milli. við vorum að ná meira 'control' á leiknum og það var ástæðan fyrir skiptingunum og auðvitað stutt í næsta leik.“

Elvar Baldvinsson, leikmaður Vestra, þurfti að fara af velli á 53. mínútu eftir að hann fékk þungt högg og hlaut myndarlegt glóðarauga.

„Bara með glóðurauga og menn geta alveg spilað með glóðarauga. Ég held að þeir sjálfir verða vonsviknir ef þeir geta ekki spilað því þeir eru með glóðarauga, það vilja allir spila þessa leiki og ég held að honum sé alveg sama þó hann sé með smá 'shiner',“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner