Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. október 2019 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man Utd stöðvaði 17 leikja sigurgöngu Liverpool
Lallana skoraði jöfnunarmarkið.
Lallana skoraði jöfnunarmarkið.
Mynd: Getty Images
United fagnar marki sínu.
United fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 1 - 1 Liverpool
1-0 Marcus Rashford ('36 )
1-1 Adam Lallana ('85)

Manchester United komst nálægt því að verða fyrsta liðið til að vinna Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar erkifjendurnir mættust á Old Trafford. Adam Lallana kom í veg fyrir að það gerðist.

Liverpool hafði unnið alla deildarleiki sína fyrir leikinn í dag, en á meðan hafði United gengið brösulega. Fyrir leikinn var United aðeins einu stigi frá fallsæti, efitr að hafa tapað gegn Newcastle í síðasta deildarleik sínum fyrir landsleikjahlé.

Ole Gunnar Solskjær stillti upp í þriggja manna varnarlínu og hans menn voru áræðnir í byrjun og ætluðu ekki að leyfa Liverpool að komast upp með mikið.

Það var fátt um færi á fyrstu mínútunum. Á 36. mínútu kom fyrsta markið og það gerði Marcus Rashford eftir flotta fyrirgjöf frá Daniel James. Liverpool-menn töldu markið ólöglegt og vildu þeir meina að brotið hefði verið á Divock Origi í aðdragandanum. Markið var skoðað með VAR, en eftir það var það dæmt gott og gilt.

Stuttu síðar kom Sadio Mane boltanum fram hjá David de Gea og virtist hann hafa jafnað. Hins vegar, í aðdragandanum handlék Mane boltann og var markið dæmt af eftir að það var skoðað. Staðan var því 1-0 í hálfleik.

Sjá einnig:
Tvö mörk skoðuð á Old Trafford - Tekið af Liverpool en ekki United

Frammistaða Liverpool hefur mjög oft verið betri en í dag og gekk þeim illa í sóknarleiknum. Þeir höfðu ekki skapað sér mörg færi áður en Adam Lallana jafnaði á 85. mínútu eftir sendingu frá Andy Robertson. Boltinn fór í gegnum teiginn og endaði hjá Lallana á fjærstönginni.

Alex Oxlade-Chamberlain var nálægt því að tryggja Liverpool sigurinn í uppbótartíma, en skot hans fór rétt fram hjá markinu.

Lokatölur 1-1 og United-menn eflaust mjög svekktir eftir að hafa leitt lengst af og spilað nokkuð vel.

Liverpool er á toppnum með sex stiga forskot á Manchester City. United er í 13. sæti með 10 stig eða 15 stigum minna en Liverpool. Það eru sjö stig upp í fjórða sætið fyrir United. Sautján leikja sigurganga Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er á enda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner