Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. október 2019 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Toppbaráttan gríðarlega jöfn - Wolfsburg vinnur alla leiki
Kramaric var á skotskónum.
Kramaric var á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Schalke mistókst að koma sér á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni þar sem liðið tapaði gegn Hoffenheim á útivelli.

Króatinn Andrej Kramaric kom Hoffenheim yfir á 71. mínútu og innsiglaði Ihlas Bebou sigurinn á 85. mínútu. Lokatölur 2-0 fyrir Hoffenheim.

Toppbaráttan í Þýskalandi er í raun ótrúleg í byrjun þessa tímabils. Hoffenheim er í 11. sæti með 11 stig. Schalke er í sjöunda sæti með 14 stig, tveimur stigum frá toppliði Borussia Mönchengladbach. Það munar aðeins tveimur stigum á liðinu í níunda sæti og efsta sæti.

Fyrr í dag vann Köln 3-0 sigur á Paderborn. Köln er núna í 15. sæti og Paderborn á botninum með aðeins eitt stig.

Hoffenheim 2 - 0 Schalke 04
1-0 Andrej Kramaric ('71)
2-0 Ihlas Bebou ('85)

Koln 3 - 0 Paderborn
1-0 Simon Terodde ('8 )
2-0 Louis Schaub ('59 )
3-0 Sebastiaan Bornauw ('85 )

Sara í sigurliði í öllum leikjum
Í úrvalsdeild kvenna í Þýskalandi eru Sara Björk Gunnarsdóttir og hennar stöllur í Wolfsburg óstöðvandi um þessar mundir.

Wolfsburg vann í dag 3-0 útisigur á Frankfurt þar sem Sara lék allan leikinn fyrir Wolfsburg.

Wolfsburg er á toppnum í Þýskalandi með fullt hús stiga eftir sjö umferðir. Wolfsburg hefur unnið deildina í Þýskalandi undanfarin þrjú tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner