Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
banner
   mán 20. október 2025 22:03
Ívan Guðjón Baldursson
Nuno: Stuðningsmenn eru áhyggjufullir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nuno Espírito Santo stýrði West Ham United í þriðja sinn þegar liðið tók á móti Brentford í kvöld og tapaði 0-2.

Hamrarnir voru arfaslakir og sköpuðu sér ekki gott færi í leiknum. Þeir hefðu getað tapað stærra og veit Nuno að það er mikil vinna framundan fyrir hann og lærlinga hans.

„Þetta var mjög erfitt fyrir okkur alla, fyrir mig, stuðningsmenn og leikmenn. Við vorum góðir fyrstu 15 mínúturnar en eftir það misstum við haus. Brentford á hrós skilið, þeir eru líkamlega sterkir og sköpuðu mikið af vandræðum fyrir okkur. Þeir tóku stjórn á leiknum eftir að hafa verið hættulegir úr föstum leikatriðum," sagði Nuno að leikslokum.

Hann gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og varð leikurinn mun jafnari eftir það. West Ham heimsækir nýliða Leeds United í mikilvægum slag á föstudagskvoldið.

„Við vorum alltof brothættir í vörninni og þess vegna gerði ég þessar breytingar. Við vorum heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í þessum fyrri hálfleik. Ég er ennþá að læra inn á leikmennina og liðsheildina, við erum að leggja mikla vinnu á okkur til að snúa þessu við.

„Þetta er erfið áskorun fyrir okkur, við verðum að snúa genginu við og fá stuðningsmenn á okkar band. Við verðum að vinna einvígin úti á velli og við þurfum að spila miklu betur eftir fjóra daga."


Nuno ræddi að lokum um stuðningsmenn sem yfirgáfu leikvanginn fyrir lokaflautið í kvöld.

„Stuðningsmenn eru áhyggjufullir og það er okkar hlutverk að sýna þeim hvað við getum svo þeir byrji að styðja við okkur. Þeir eru hljóðlátir útaf erfiðum aðstæðum, þeir eru áhyggjufullir og við finnum fyrir því. Leikmenn finna fyrir þessum kvíða og það hjálpar þeim ekki á vellinum. Þetta er ákveðin hringrás sem þarf að laga.

„Við þurfum á stuðningsmönnum að halda og það er undir okkur komið að tengjast þeim betur. Við vitum að þeir munu styðja við okkur ef við sýnum meiri baráttu og sigurvilja á vellinum."


West Ham er aðeins með fjögur stig eftir átta fyrstu umferðirnar á úrvalsdeildartímabilinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner