Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   mán 10. nóvember 2025 14:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Akureyri
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Gísli Eyjólfs.
Gísli Eyjólfs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri.
Lárus Orri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gríðarlega mikilvægt að fá hann inn, ekki bara vegna þess hve öflugur leikmaður hann er, heldur líka það sem hann kemur með inn í hópinn okkar," segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, við Fótbolta.net í dag.

Gísli Eyjólfsson samdi við ÍA á dögunum, hann er mættur heim til Íslands eftir tveggja ára veru hjá Halmstad í Svíþjóð.

„Við erum með mikið af ungum strákum og treystum á eldri leikmenn eins og hann, Rúnar Má, Viktor Jóns og Vall til þess að halda uppi standard hjá okkur. Gísli tikkar í öll box hjá okkur."

„Hann hafði þónokkuð af spurningum. Það sem var gott þegar við vorum að tala við hann er að hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á. Hann er metnaðarfullur, ætlar sér ekki að vera í einhverri fallbaráttu. Við þurftum að sannfæra hann um að við ætlum okkur hluti."

„Hann gerir liðið, félagið og allan hópinn betri. Hann gerir kröfur og við gerum kröfur til okkar, til leikmanna og viljum að það sé hár standard hjá okkur. Hann smellpassar inn í þetta hjá okkur."


Kemur á óvart að hann kemur til ykkar en ekki í Breiðablik?

„Nei, alls ekki," segir Lárus og hlær.

Viðtalið við þjálfarann er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner