Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   mán 10. nóvember 2025 14:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Akureyri
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Gísli Eyjólfs.
Gísli Eyjólfs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri.
Lárus Orri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gríðarlega mikilvægt að fá hann inn, ekki bara vegna þess hve öflugur leikmaður hann er, heldur líka það sem hann kemur með inn í hópinn okkar," segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, við Fótbolta.net í dag.

Gísli Eyjólfsson samdi við ÍA á dögunum, hann er mættur heim til Íslands eftir tveggja ára veru hjá Halmstad í Svíþjóð.

„Við erum með mikið af ungum strákum og treystum á eldri leikmenn eins og hann, Rúnar Má, Viktor Jóns og Vall til þess að halda uppi standard hjá okkur. Gísli tikkar í öll box hjá okkur."

„Hann hafði þónokkuð af spurningum. Það sem var gott þegar við vorum að tala við hann er að hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á. Hann er metnaðarfullur, ætlar sér ekki að vera í einhverri fallbaráttu. Við þurftum að sannfæra hann um að við ætlum okkur hluti."

„Hann gerir liðið, félagið og allan hópinn betri. Hann gerir kröfur og við gerum kröfur til okkar, til leikmanna og viljum að það sé hár standard hjá okkur. Hann smellpassar inn í þetta hjá okkur."


Kemur á óvart að hann kemur til ykkar en ekki í Breiðablik?

„Nei, alls ekki," segir Lárus og hlær.

Viðtalið við þjálfarann er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner