Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   mán 20. nóvember 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Erfiðir dagar eftir að hafa misst af titlinum - „Ömurlegt að ná ekki að klára þetta“
watermark Hákon Rafn Valdimarsson í leiknum í gær.
Hákon Rafn Valdimarsson í leiknum í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hákon Rafn Valdimarsson var á dögunum valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar eftir stórglæsilegt timabil með Elfsborg, en hann var eðlilega svekktur að hafa ekki kórónað tímabilið með bikar.

Seltirningurinn hélt fjórtán sinnum hreinu í deildinni og fékk aðeins 22 mörk á sig í 29 leikjum.

Elfsborg tapaði titlinum í úrslitaleik gegn Malmö í lokaumferð deildarinnar en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Eitt stig hefði dugað Elfsborg.

„Já, það gekk mjög vel í sumar með Elfsborg, en ömurlegt að ná ekki að klára þetta. Þetta voru ótrúlega erfiðir tveir dagar eftir á en síðan var geggjað að koma hingað, breyta um umhverfi og komast með hausinn á allt annað. Það var mjög erfitt að tapa þessu í úrslitaleik en frábært tímabil með Elfsborg og liðið gerði allt mjög vel,“ sagði Hákon við Fótbolta.net í gær.

Hákon og félagar fengu algert dauðafæri til að vinna deildina í næst síðustu umferð er liðið mætti botnbaráttuliði Degerfors, en liðið fór illa að ráði sínu og gerði 2-2 jafntefli.

„Við fáum geggjað tækifæri til að klára þetta á heimavelli á móti Degerfors, sem var reyndar að berjast fyrir falli og gáfu allt í þetta, en við eigum að vinna þá á heimavelli og eigum að vinna þá ef við ætlum að verða meistarar og það gerðum við ekki,“ sagði hann í lokin.
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner