Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 14. nóvember 2023 18:56
Ívan Guðjón Baldursson
Hákon Rafn markvörður ársins í Svíþjóð
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Guðmundur Svansson
Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið valinn sem besti markvörður tímabilsins í efstu deild sænska boltans þrátt fyrir að Elfsborg hafi tapað slaginum um Svíþjóðarmeistaratitilinn eftir 1-0 tap á útivelli gegn Malmö í lokaumferðinni.

Hákon Rafn var aðalmarkvörður Elfsborg á tímabilinu og fékk liðið aðeins 26 mörk á sig í 30 leikjum. Ekkert lið fékk færri mörk á sig.

Hákon er ekki nema 22 ára gamall og hefur spilað 4 A-landsleiki fyrir Ísland. Hann var aðalmarkvörður Gróttu í nokkur ár og fór með félaginu úr 2. deild og upp í efstu deild áður en hann var fenginn í sænska boltann.

Hákon spilaði alla deildarleiki Elfsborg á nýliðnu tímabili nema einn, þegar hann var í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald. Elfsborg tapaði 0-3 án Hákons í markinu.

Hákon fékk rautt spjald í fyrri hálfleik í 1-0 tapi gegn Värnamo og fékk hann því í heildina 23 mörk á sig í 28 deildarleikjum og 29 mínútum.


Athugasemdir
banner
banner
banner