Regis Le Bris, stjóri Sunderland, hefur tjáð sig um orðróma um að félagið muni reyna að fá Matteo Guendouzi frá Lazio í janúarglugganum.
Fréttir á Englandi hafa sagt að Guendouzi gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í janúar eftir hafa áður spilað með Arsenal.
Le Bris og Guendouzi unnu saman hjá Lorient í Frakklandi, en þá spilaði miðjumaðurinn með unglingaliði félagsins.
Guendouzi gæti verið falur í janúar og hefur Le Bris gefið þessum sögusögnum byr undir báða vængi.
„Við erum enn með sambönd við leikmenn og Matteo er einn af þeim. Ég vann með honum hjá Lorient þannig við erum alltaf í bandi, en það er of snemmt að tala um janúargluggann núna,“ sagði Le Bris.
Athugasemdir




