Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. janúar 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
Gerrard býst við bauli og látum - Martínez framlengdi
Steven Gerrard, stjóri Aston Villa.
Steven Gerrard, stjóri Aston Villa.
Mynd: EPA
Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, segist búast við því að hann fái óblíðar móttökur á Goodison Park, heimavelli Everton, á morgun.

„Það verður baulað og læti, ég mun fá að heyra það. Það er bara fínt. Það tekur hitann af leikmönnunum og þeir munu geta einbeitt sér að því að spila. Ég er með breitt bak og þykkt skinn og þetta verður ekkert vandamál fyrir mig," segir Gerrard sem er goðsögn hjá Liverpool, erkifjendum Everton.

Bakvörðurinn Lucas Digne gekk nýlega í raðir Aston Villa frá Everton. Það kastaðist í kekki milli hans og Rafael Benítez sem var rekinn á dögunum frá Everton. Fróðlegt verður að sjá hvaða móttökur Digne mun fá hjá stuðningsmönnum Everton.

„Hann er gæðaleikmaður og ég held að stuðningsmenn Everton kunni að meta það sem hann gerði fyrir félagið. Hann lagði sig alltaf allan fram," segir Gerrard en leikur Everton og Aston Villa verður klukkan 12:30 á morgun.

Annars er það að frétta úr herbúðum Aston Villa að markvörðurinn Emiliano Martínez hefur skrifað undir nýjan samning til 2027. Argentínski landsliðsmaðurinn kom frá Arsenal 2020 og hefur spilað virkilega vel á Villa Park.

Á síðasta tímabili jafnaði hann úrvalsdeildarmet með því að halda marki sínu hreinu í fimmtán leikjum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner