Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mið 21. janúar 2026 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Áfall fyrir Everton - Grealish frá í nokkra mánuði
Mynd: EPA
The Athletic greinir frá því að Jack Grealish sé fótbrotinn sem gæti haldið honum frá vellinum í nokkra mánuði.

Talað er um álagsbrot en hann mun hitta sérfræðinga á næstu dögum til að fá niðurstöðu um hversu alvarleg meiðslin eru.

Hann spilaði allan leikinn gegn Aston Villa, hans fyrrum félögum, í 1-0 sigri á sunnudaginn.

Þessi þrítugi Engelndingur gekk til liðs við Everton á láni frá Man City með 50 milljón punda kaupmöguleika. Hann hefur spilað 20 leiki í deildinni á þessu tíambili, skorað tvö mörk og lagt upp sex.

Seamus Coleman var á bekknum á sunnudaginn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum en Jarrad Branthwaite hefur ekkert spilað á tímabilinu. Liðið fær Iliman Ndiaye og Idrissa Gueye aftur eftir að þeir unnu Afríkukeppnina með Senegal um helgina.
Athugasemdir