Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   mið 21. janúar 2026 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alexander áfram hjá Gróttu
Lengjudeildin
Mynd: Grótta
Alexander Arnarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Gróttu. Þessi tvítugi markvörður gekk til liðs við félagið frá KR fyrir síðustu leiktíð.


Hann kom til félagsins og var varamarkvörður til að byrja með en Marvin Darri Steinarsson meiddist í lok júní og Alexander steig inn í.

„Óhætt er að segja að frammistaða Alexanders hafi verið framúrskarandi fyrir óreyndan markvörð. Hann sýndi yfirvegun, stöðugleika og varði oft á tíðum frábærlega og endaði á því að spila alla leikina sem eftir lifðu sumars þegar Grótta tryggði sér sæti í Lengjudeild," segir í tilkynningu frá Gróttu.

„Alexander er afar efnilegur markmaður sem stóð sig ótrúlega vel þegar hann fékk tækifærið í fyrra. Toppdrengur með mikinn metnað. Það er frábær fyrir Gróttu að fá að njóta krafta hans næstu árin," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Gróttu við undirskriftina.

„Ég er gríðarlega ánægður með að hafa framlengt við Gróttu. Síðasta tímabil var skemmtilegt og lærdómsríkt og ég bíð spenntur eftir því að taka slaginn á komandi árum. Það eru spennandi tímar framundan. Áfram Grótta!" Sagði Alexander.


Athugasemdir
banner