Kvennalið Barcelona er komið áfram í úrslitaleik Ofurbikarsins eftir 3-1 sigur á Athletic í undanúrslitum á Estadio Municipal de Castalia-leikvanginum í Castellón de la Plana í kvöld.
Athletic komst mjög óvænt í forystu með marki úr vítaspyrnu á 25. mínútu en Barcelona var ekki lengi að svara.
Bakvörðurinn Ona Batlle jafnaði metin á 35. mínútu eftir stoðsendingu miðvarðarins Irene Paredes sem skoraði síðan annað mark Barcelona stuttu síðar.
Portúgalska landsliðskonan Kika Nazaret sá rauða spjaldið í liði Barcelona undir lok hálfleiksins en yfirburðir Börsunga voru miklir sem náði að bæta þriðja markinu við er hin pólska Ewa Pajor setti boltann í netið á 68. mínútu.
Barcelona mun mæta Real Madrid í El Clásico í úrslitum á laugardag klukkan 18:00.
Athugasemdir




