Jude Bellingham hefur mikið verið að svara fyrir sig í viðtölum undanfarið en hann var meðal annars ásakaður um að reyna koma Xabi Alonso burt en hann harðneitaði fyrir það.
Hann hefur verið gagnrýndur af stuðningsmönnum en Bellingham hefur ekki átt frábært tímabil. Stuðningsmenn hafa talað um að hann hafi gaman að því að fara út á lífið og drekka.
Hann hefur verið gagnrýndur af stuðningsmönnum en Bellingham hefur ekki átt frábært tímabil. Stuðningsmenn hafa talað um að hann hafi gaman að því að fara út á lífið og drekka.
Hann svaraði stuðningsmönnum bæði inn á vellinum og einnig í viðtali eftir 6-1 stórsigur liðsins gegn Mónakó í Meistaradeildinni í gær. Bellingham skoraði sjötta mark liðsins og fagnaði með því að þykjast fá sér að drekka.
„Fagnið mitt? Margir segja ýmislegt. Þú getur annað hvort grátið yfir því eða notið þess. Ég svaraði stuðningsmönnum. Ég veit sannleikann,“ sagði Bellingham.
Spænski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir



