Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mið 21. janúar 2026 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enrique eftir óvænt tap: Besti útileikurinn okkar á tímabilinu
Mynd: EPA
Ríkjandi Evrópumeistarar PSG töpuðu óvænt 2-1 gegn portúgalska liðinu Sporting í Meistaradeildinni í gær.

Þetta var gríðarlega sterkur sigur fyrir Sporting en liðin eru jöfn í 5. og 6. sæti með 13 stig. Kólumbíski framherjinn Luis Suarez skoraði bæði mörk Sporting en hann innsiglaði sigurinn þegar hann kom liðinu yfir í annað sinn á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Luis Enrique, stjóri PSG, var í skýjunum með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir úrslitin.

„Þetta var besti útileikurinn okkar á tímabilinu. Við vorum miklu betri en þeir. Við áttum skilið að vinna, en svona er fótboltinn, óútreiknanlegur. Við vissum af sóknar- og varnarhæfileikum Sporting, en ég endurtek, það var aðeins eitt lið á vellinum. Við vorum miklu betri en sterkur keppinautur okkar. Við leyfðum þeim ekki að sækja á okkur eða skapa hættu, við réðum ríkjum og áttum skilið að vinna," sagði Enrique.

„Fótbolti er ósanngjarn og verðlaunar þá sem skora fleiri mörk. Sporting skoraði tvö og við eitt. Við verðum að bæta okkur þar, ég endurtek, ég er ánlægður með liðið. Ég óskaði þeim til hamingju því svona á að berjast erlendis í Evrópu."

Franski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner
banner