'Menn eru á æfingum og þó að þeir séu kannski ekki að spila þá eru þeir að æfa, gera fyrirbyggjandi æfingar og að koma sér í toppstand líkamlega'
Valur hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Reykjavíkurmótinu með samtals sjö mörkum. Liðið tapaði gegn Þrótti, 3-1, í fyrsta leik og svo 5-0 gegn Fylki í gær. Reynsluminni leikmenn hafa fengið tækifæri í liði Vals í leikjunum.
Í leiknum gegn Fylki í gær voru það einungis Stefán Þór Ágústsson (markmaður), Ingimar Torbjönsson Stöle og Hörður Ingi Gunnarsson sem hafa reglulega spilað í efstu deild.
Fótbolti.net ræddi við Hermann Hreiðarsson, þjálfara Vals, í dag. Hann segir að ákvörðun hafi verið tekin í síðasta mánuði að yngri og óreyndari leikmenn fengju tækifærið í leikjum í janúar.
Í leiknum gegn Fylki í gær voru það einungis Stefán Þór Ágústsson (markmaður), Ingimar Torbjönsson Stöle og Hörður Ingi Gunnarsson sem hafa reglulega spilað í efstu deild.
Fótbolti.net ræddi við Hermann Hreiðarsson, þjálfara Vals, í dag. Hann segir að ákvörðun hafi verið tekin í síðasta mánuði að yngri og óreyndari leikmenn fengju tækifærið í leikjum í janúar.
„Staðan er þokkaleg, menn eru að koma til baka eftir aðgerðir og meiðsli. Leikurinn í gær var samkvæmt því plani sem við tókum ákvörðum um í desember, ákváðum að yngri strákar fengju sénsinn í janúar; leikmenn sem hafa ekki fengið sénsinn áður. Þeir hafa verið duglegir og unnið fyrir tækifærinu - tekið miklum framförum á stuttum tíma og eiga skilið að fá tækifæri. Þeir eru ekkert endilega allir tilbúnir í Bestu deildina, en þetta er heilbrigt og gott fyrir klúbbinn að sjá að menn fá tækifæri," segir Hemmi.
Fyrir utan Patrick Pedersen, er langt í einhverjir verði klárir í slaginn?
„Nei, menn eru mikið að detta inn núna, bæði í síðustu viku og á næstu þremur vikum. Þá verða ansi margir komnir til baka."
Lítið þið þannig á þetta að það sé nóg fyrir eldri og reyndari leikmenn að spila í febrúar og mars til að undirbúa sig fyrir mótið?
„Já, það er meira en nóg. Menn eru á æfingum og þó að þeir séu kannski ekki að spila þá eru þeir að æfa, gera fyrirbyggjandi æfingar og að koma sér í toppstand líkamlega."
Er eitthvað sem þú tekur út úr þessum fyrstu leikjum?
„Alveg helling. Við fáum fullt af svörum við alls konar, sama hvort leikurinn fer vel eða ekki færðu fullt af svörum við ansi mörgu. Leikmenn fá líka svör sjálfir inn á vellinum. Maður nýtir þessa leiki í botn þó að það séu ekki margir inn á sem verða í stóru hlutverki í sumar."
Valur á leik gegn KR á laugardag. Verða einhverjir reyndari leikmenn komnir í hópinn í þeim leik?
„já, það verða einhverjir fleiri sem verða með. Menn eru orðnir nær því að verða alveg klárir og það koma einhverjir inn."
Alltaf með augun opin
Ef þú horfir yfir leikmannahópinn, sérðu eitthvað sem þú vilt styrkja?
„Já, erum við þjálfarar ekki alltaf þannig að það vantar helling?" segir Hemmi á mjög svo léttum nótum. „Þetta er ógnarsterkur hópur og þótt menn séu ekki akkúrat í leikjunum þá hafa þeir verið á æfingum. Við vitum að það eru rosaleg gæði í hópnum. Menn sem verða í stórum hlutverkum eru að smalast saman og við fáum betri mynd á þetta þá þegar að því kemur. En ef það eru bitar á markaðnum, þá erum við alltaf með augun opin," segir Hemmi.
Athugasemdir




