Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   mið 21. janúar 2026 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: https://bold.dk/fodbold/stillinger/champions-league/nyheder/hojlund-fremhaever-fck-talent-har-hele-pakken 
Höjlund hrósaði Viktori Bjarka: Er með allan pakkann
Mynd: EPA
Viktor Bjarki Daðason fékk því miður ekki langan tíma þegar FCK gerði jafntefli gegn Napoli í Meistaradeildinni í gær.

Viktor var í byrjunarliðinu en hann Jacob Neestrup, þjálfari FCK, gerði taktíska breytingu eftir rúmlega hálftíma leik þegar Thomas Delaney fékk rautt spjald og tók Viktor af velli.

Þrátt fyrir það vakti hann athygli, Daninn Rasmus Höjlund, framherji Napoli, er mjög hrifinn af Íslendingnum unga.

„Ég er mjög hrifinn af nýja stráknum, Daðason. Hann er mjög spennandi. Ég ætla ekki að hrósa honum of mikið en hann er með allan pakkann og það verður gaman að fylgjast með honum ef hann getur haldið sér á jörðinni og einbeitt sér að því að bæta sig," sagði Höjlund.

Hinn 17 ára gamli Viktor Daði hefur skorað sex mörk í 14 leikjum með FCK á tímabilinu. Hann skoraði í 4-2 tapi gegn Dortmund í október og varð þá þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner